Velferðarráð

1305. fundur 21. ágúst 2019 kl. 14:00 - 16:15 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Heimir Haraldsson formaður
  • Róbert Freyr Jónsson
  • Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
  • Hermann Ingi Arason
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Sigrún Elva Briem áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristín Birna Kristjánsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Birna Kristjánsdóttir
Dagskrá

1.Fjárhagsaðstoð 2019

Málsnúmer 2019030386Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð janúar - júlí 2019.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu fjölskyldusviðs, Karólína Gunnarsdóttir settur sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Laufey Þórðardóttir sviðsstjóri búsetusviðs sátu fundinn undir þessum lið.

2.Fjölskyldusvið - stuðningsfjölskyldur

Málsnúmer 2019080260Vakta málsnúmer

Á fjölskyldusviði hefur verið veitt hefðbundin þjónusta stuðningsfjölskyldna, bæði í félagsþjónustu og í málefnum fatlaðra. Illa hefur gengið að finna fjölskyldur til að sinna þjónustunni. Til að koma til móts við þarfir fjölskyldna þarf að bjóða upp á aðrar lausnir. Hægt væri að koma til móts við þarfir margra fjölskyldna með þvi að starfrækja skammtímadvöl í viðeigandi húsnæði tvær helgar í mánuði (sitt hvor hópurinn). Opnunartími væri laugardag og sunnudag frá 10:00-20:00.

Karólína Gunnarsdóttir settur sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Laufey Þórðardóttir sviðsstjóri búsetusviðs sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir að Karólína Gunnarsdóttir settur sviðsstjóri fjölskyldusviðs vinni málið áfram.

3.Velferðarráð - rekstraryfirlit 2019

Málsnúmer 2019030355Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rekstaryfirlit fyrstu 6 mánuði ársins frá búsetusviði, fjölskyldusviði og Öldrunarheimilum Akureyrar.

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA, Karólína Gunnarsdóttir settur sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Laufey Þórðardóttir sviðsstjóri búsetusviðs sátu fundinn undir þessum lið.

4.Fjárhagsáætlun 2020 - velferðarsvið

Málsnúmer 2019050047Vakta málsnúmer

Gögn varðandi fjárhagsáætlunargerð kynnt.

5.Starfsáætlun velferðaráðs 2020

Málsnúmer 2019050646Vakta málsnúmer

Tekin til umræðu starfsáætlunargerð sviða ráðsins og tengsl hennar við aðgerðaráætlun með velferðarstefnu sem unnin er samhliða fjárhagsáætlun.

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA, Karólína Gunnarsdóttir settur sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Laufey Þórðardóttir sviðsstjóri búsetusviðs sátu fundinn undir þessum lið.

6.Stefna velferðarráðs Akureyrar á sviði velferðartækni

Málsnúmer 2019070615Vakta málsnúmer

Tekin fyrir að nýju tillaga að stefnu velferðarráðs á sviði velferðartækni, sbr. 1. lið fundar nr. 1304.
Velferðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að stefnu með breytingatillögu velferðarráðs og vísar málinu til afgreiðslu í bæjarstjórn.

7.Nýsköpun í öldrunarþjónustu - þróunarverkefni í dagþjálfun

Málsnúmer 2019070102Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar, samningur milli Öldrunarheimila Akureyrar og Sjúkratrygginga Íslands um þjónustu hjúkrunarheimilisins, dagdvöl og þróunarverkefni í öldrunarþjónustu. Samningurinn var undirritaður 29. júní 2019 og gildir frá 1. júlí 2019 til 31. desember 2020 með heimildi til framlengingar.

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA greindi stuttlega frá umfjöllun um samningsmál ÖA og um stöðu í viðræðum Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu um endurnýjun rammasamnings.

Fundi slitið - kl. 16:15.