Fjölskyldusvið - stuðningsfjölskyldur

Málsnúmer 2019080260

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1305. fundur - 21.08.2019

Á fjölskyldusviði hefur verið veitt hefðbundin þjónusta stuðningsfjölskyldna, bæði í félagsþjónustu og í málefnum fatlaðra. Illa hefur gengið að finna fjölskyldur til að sinna þjónustunni. Til að koma til móts við þarfir fjölskyldna þarf að bjóða upp á aðrar lausnir. Hægt væri að koma til móts við þarfir margra fjölskyldna með þvi að starfrækja skammtímadvöl í viðeigandi húsnæði tvær helgar í mánuði (sitt hvor hópurinn). Opnunartími væri laugardag og sunnudag frá 10:00-20:00.

Karólína Gunnarsdóttir settur sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Laufey Þórðardóttir sviðsstjóri búsetusviðs sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir að Karólína Gunnarsdóttir settur sviðsstjóri fjölskyldusviðs vinni málið áfram.

Velferðarráð - 1319. fundur - 01.04.2020

Þórhildur Kristjánsdóttir ráðgjafi í málaflokki fatlaðra, Fanney Jónsdóttir ráðgjafi í málaflokki fatlaðra og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu fóru yfir reynsluna af breyttri stuðningsþjónustu fyrir börn en breytingin var ákveðin á síðasta ári sem tilraunaverkefni.
Velferðarráð felur starfsmönnum að halda áfram að þróa og efla enn frekar helgardvöl barna og ungmenna og stuðning við fjölskyldur þeirra.