Þekkingarmiðlun og viðurkenningar

Málsnúmer 2019050125

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1300. fundur - 08.05.2019

Lagt fram minnisblað ritað 6. maí 2019 um vangaveltur varðandi þekkingarmiðlun á sviði velferðarþjónustu bæjarins. Hluti af því væri kynning og hvatning eða viðurkenningar varðandi þjónustuna og nýbreytni, alúð og þróun á starfsemi sviðsins.

Halldór Sigurður Guðmundsson forstöðumaður ÖA sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð Akureyrar samþykkir að skipaður verði undirbúningshópur sem hefur það verkefni að afla frekari upplýsinga og móta tillögur að markmiðum og vinnulagi.

Velferðarráð - 1303. fundur - 19.06.2019

Á fundi velferðarráðs þann 8. maí 2019 samþykkti ráðið að skipaður yrði undirbúningshópur sem hefur það verkefni að afla frekari upplýsinga og móta tillögu að markmiðum og vinnulagi um hvernig staðið verði að miðlun þekkingar um starfsemi og áherslur velferðarsviða Akureyrarbæjar og viðurkenningar til að vekja athygli á grósku og nýbreytni í starfseminni.

Tilnefndir eru þrír fulltrúar, einn frá hverju sviði, til setu í undirbúningshópnum:

Sigurlína Stefánsdóttir forstöðumaður hjá ÖA,

Kristín Birna Kristjánsdóttir sérfræðingur hjá fjölskyldusviði og

Kristinn Torfason forstöðumaður þjónustukjarna hjá búsetusviði



Gert er ráð fyrir að undirbúningshópurinn skili tillögum og eða ábendingum sínum til sviðsstjóra og velferðarráðs fyrir 1. október næstkomandi.