Skammtímaþjónusta - rýmisvandi

Málsnúmer 2019060244

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1303. fundur - 19.06.2019

Laufey Þórðardóttir settur sviðsstjóri búsetusviðs lagði fram minnisblað dagsett 14. júní 2019 þar sem aðstöðuvandi skammtímaþjónstu var kynntur og óskaði eftir að fá til ráðstöfunar þann hluta Þórunnarstrætis 99 sem nú er leigður út (kjallari) eða að öðrum kosti annað húsnæði verði fundið fyrir þau börn og ungmenni sem þurfa skammtímaþjónustu.

Arna Jakobsdóttir forstöðumaður í afleysingum í Þórunnarstræti 99 sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð tekur undir óskir sviðsstjóra búsetusviðs og felur honum að fylgja málinu eftir í samráði við bæjarstjóra.