Úrræði fyrir börn með félagslegar sérþarfir

Málsnúmer 2019030233

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 54. fundur - 11.04.2019

Sesselia Úlfarsdóttir, kt. 160986-3879, Erla Ösp Ingvarsdóttir, kt. 230480-3469, og

Heiða Hermannsdóttir, kt. 190286-3639, komu í viðtalstíma bæjarfulltrúa. Vildu minna á mikilvægi þess að halda áfram að reka úrræði á sumrin fyrir börn með félagslegar sérþarfir 10 ára og eldri, sambærilegt því sem Kapparnir hafa verið að gera fyrir 7 - 9 ára börn. Hafa miklar áhyggjur af því hvað gerist ef ekki verður haldið áfram með þessa þjónustu. Benda á að það mætti fylgjast betur með því hvernig þjónustu við börn með sérþarfir er sinnt í sumarstarfi hjá íþróttafélögunum. Vilja meina að þar sé pottur brotinn.

Bæjarráð vísaði erindinu á fundi sínum þann 27. mars sl. til frístundaráðs og velferðarráðs.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð telur mikilvægt að haldið verði áfram með þessa þjónustu en felur starfsmönnum að fara yfir málið með starfsmönnum á búsetusviði. Jafnframt óskar ráðið eftir því að kannað verði með hvaða hætti íþróttahreyfingin er að vinna með þessi mál.

Velferðarráð - 1300. fundur - 08.05.2019

Bæjarráð vísaði á fundi sínum þann 27. mars sl. eftirfarandi úr viðtalstíma bæjarfulltrúa til frístundaráðs og velferðarráðs:

Sesselia Úlfarsdóttir, kt. 160986-3879, Erla Ösp Ingvarsdóttir, kt. 230480-3469, og

Heiða Hermannsdóttir, kt. 190286-3639, komu í viðtalstíma bæjarfulltrúa. Vildu minna á mikilvægi þess að halda áfram að reka úrræði á sumrin fyrir börn með félagslegar sérþarfir 10 ára og eldri, sambærilegt því sem Kapparnir hafa verið að gera fyrir 7 - 9 ára börn. Hafa miklar áhyggjur af því hvað gerist ef ekki verður haldið áfram með þessa þjónustu. Benda á að það mætti fylgjast betur með því hvernig þjónustu við börn með sérþarfir er sinnt í sumarstarfi hjá íþróttafélögunum. Vilja meina að þar sé pottur brotinn.

Velferðarráð telur mikilvægt að fötluð börn eigi sömu möguleika og önnur börn til að sækja frístundaþjónustu. Þessi mál hafa verið til skoðunar og sviðsstjórum búsetu- og fjölskyldusviðs falið að vinna að varanlegri lausnum.