Fjölsmiðjan - erindi til velferðarráðs um launagreiðslur ungs fólks

Málsnúmer 2019050116

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1300. fundur - 08.05.2019

Erindi barst frá Erlingi Kristjánssyni forstöðumanni Fjölsmiðjunnar á Akureyri þar sem óskað er eftir viðræðum um að teknar verði upp launagreiðslur með öllum réttindum til þeirra sem þar stunda vinnu.

Erlingur Kristjánsson forstöðumaður Fjölsmiðjunnar á Akureyri sat fundinn undir þessum lið og kynnti hugmyndir sínar.
Velferðarráð felur Karólínu Gunnarsdóttur settum sviðsstjóra fjölskyldusviðs og Erlingi Kristjánssyni forstöðumanni Fjölsmiðjunnar að kostnaðarmeta og vinna málið áfram.