Kynningaráætlanir sviða 2019

Málsnúmer 2019020253

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 4. fundur - 18.02.2019

Samkvæmt upplýsingastefnu Akureyrarbæjar skulu svið leggja fram kynningaráætlun fyrir 1. mars ár hvert.

Fræðsluráð samþykkir kynningaráætlun fræðslusviðs fyrir árið 2019.

Frístundaráð - 50. fundur - 20.02.2019

Lögð fram kynningaráætlun samfélagssviðs í samræmi við aðgerðaráætlun upplýsingastefnu Akureyrarbæjar.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála sat fundin undir þessum lið.

Velferðarráð - 1295. fundur - 20.02.2019

Samkvæmt upplýsingastefnu Akureyrarbæjar skulu svið leggja fram kynningaráætlun fyrir 1. mars ár hvert.
Velferðarráð óskar eftir því að sviðsstjórar geri drög að kynningaráætlun í samræmi við umræður á fundinum og leggi fyrir velferðarráð á næsta fundi, þann 6. mars.

Stjórn Akureyrarstofu - 272. fundur - 21.02.2019

Lögð fram kynningaráætlun samfélagssviðs í samræmi við aðgerðaráætlun upplýsingastefnu Akureyrarbæjar.

Skipulagsráð - 310. fundur - 27.02.2019

Lögð fram tillaga að kynningaráætlun skipulagssviðs í samræmi við aðgerðaráætlun upplýsingastefnu Akureyrarbæjar.
Skipulagsráð samþykkir kynningaráætlunina.

Bæjarráð - 3629. fundur - 28.02.2019

Lagðar fram kynningaráætlanir stjórnsýslusviðs og fjársýslusviðs í samræmi við aðgerðaáætlun upplýsingastefnu Akureyrarbæjar.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Velferðarráð - 1296. fundur - 06.03.2019

Lagðar fram kynningaráætlanir búsetusviðs, fjölskyldusviðs og Öldrunarheimila Akureyrarbæjar í samræmi við aðgerðaráætlun upplýsingastefnu Akureyrarbæjar.
Kynningaráætlanir sviða samþykktar og sviðsstjóra falið að senda til Akureyrarstofu.