Velferðarráð

1290. fundur 05. desember 2018 kl. 14:00 - 17:00 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir formaður
  • Róbert Freyr Jónsson
  • Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
  • Hermann Ingi Arason
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Sigrún Elva Briem áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Karólína Gunnarsdóttir forstöðumaður þjónustudeildar fjölskyldusviðs
  • María Sigurbjörg Stefánsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: María Sigurbjörg Stefánsdóttir
Dagskrá
Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs óskaði eftir að mál varðandi íbúðina í Kjalarsíðu yrði tekið fyrir á fundinum.
Beiðnin samþykkt sem 7. liður dagskrárinnar.

Málsliður nr. 7 í dagskrá er færður aftur um einn lið.

Fram kom tillaga frá Hermanni Arasyni V-lista um að færa fundartíma velferðarráðs yfir á tímann kl. 13:00 - 16:00.
Tillagan var felld með meirihluta atkvæða.

1.Nýjar reglugerðir á sviði félagsmála 2018

Málsnúmer 2018110323Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar nýjar reglugerðir á sviði félagsmála og breytingar á eldri reglugerð um búsetuúrræði fyrir fatlað fólk sem birtar hafa verið í Stjórnartíðindum í kjölfar gildistöku nýrra laga um þjónustu við fatlað fólk og breytinga á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga.

Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs sat fundinn undir þessum lið.

2.Samningar um öryggisgæslu 2018

Málsnúmer 2018010147Vakta málsnúmer

Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs sat fundinn undir þessum lið og lagði fram til umræðu og afgreiðslu niðurstöður samningaviðræðna um drög að samningi ásamt fylgigögnum, við velferðarráðuneyti og Greiningarstöð ríkisins um rekstur öryggisgæslu.
Velferðarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarráðs.

3.Velferðarráð - rekstraryfirlit 2018

Málsnúmer 2018040006Vakta málsnúmer

Rekstraryfirlit fjölskyldusviðs, búsetusviðs og Öldrunarheimila Akureyrar fyrir fyrstu tíu mánuði ársins 2018 lögð fram til kynningar.

Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri ÖA og Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs sátu fundinn undir þessum lið.

4.Fundaáætlun velferðarráðs

Málsnúmer 2015060008Vakta málsnúmer

Lögð fram áætlun um fundi velferðarráðs janúar til júní 2019.
Fundaáætlun samþykkt.

5.Aðgerðaráætlun gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum

Málsnúmer 2017110400Vakta málsnúmer

Aðgerðaráætlun gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum var samþykkt í velferðarráði 6. júní 2018.

Tekin fyrir að nýju til samþykktar af nýju velferðarráði.

Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir aðgerðaráætlunina fyrir sitt leyti og vísar henni áfram til bæjarstjórnar.

6.ÖA - geðhjúkrunarrými

Málsnúmer 2018110344Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf velferðarráðuneytisins dagsett 19. nóvember 2018 þar sem tilkynnt er að Öldrunarheimili Akureyrar hafi fengið heimild til að reka þrjú geðhjúkrunarrými.

Rýmin verði sveigjanleg og nýtt sem slík þegar þörfin er fyrir hendi en annars sem almenn hjúkrunarrými.

Vísað er í niðurstöður skýrslu samráðshóps frá árinu 2012 varðandi mat á ætlaðri þörf.

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA og Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri sátu fundinn undir þessum lið og greindu nánar frá þeim breytingum sem þetta hefði í för með sér varðandi vinnulag og verkefni á ÖA.

7.Starfsmannaaðstaða í búsetukjarnanum í Kjalarsíðu

Málsnúmer 2018120036Vakta málsnúmer

Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs sat fundinn undir þessum lið og óskaði eftir heimild til að nýta lausa íbúð í búsetukjarnanum í Kjalarsíðu sem aðstöðu fyrir starfsmenn þar sem núverandi starfsmannaaðstaða er óviðunandi.
Velferðarráð samþykkir breytinguna.

8.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2018110314Vakta málsnúmer

Lögð fram áfrýjun umsækjanda um heimaþjónustu.
Afgreiðsla málsins er trúnaðarmál og er færð í trúnaðarmálabók.

Fundi slitið - kl. 17:00.