Listir og menning sem meðferð - styrkbeiðni

Málsnúmer 2018040338

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1278. fundur - 16.05.2018

Lögð fram styrkbeiðni dagsett 30. apríl 2018 frá Halldóru Arnardóttur að upphæð kr. 300.000 til verkefnisins "Listir og menning sem meðferð" samstarfsverkefnis umsækjanda, Listasafnsins á Akureyri og öldrunarlækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Um er að ræða skipulagðar heimsóknir fyrir einstaklinga með alzheimer og aðstandendur þeirra á listasafnið.
Afgreiðslu málsins er frestað til næsta fundar velferðarráðs þann 6. júní.

Velferðarráð - 1279. fundur - 06.06.2018

Lögð fram styrkbeiðni dagsett 30. apríl 2018 frá Halldóru Arnardóttur að upphæð kr. 300.000 til verkefnisins "Listir og menning sem meðferð" samstarfsverkefnis umsækjanda, Listasafnsins á Akureyri og öldrunarlækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Um er að ræða skipulagðar heimsóknir fyrir einstaklinga með alzheimer og aðstandendur þeirra á listasafnið. Málið var áður á dagskrá ráðsins þann 16. maí sl.
Velferðarráð samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 250.000.