Fjölskyldusvið - stjórnkerfisbreytingar

Málsnúmer 2017020143

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1248. fundur - 01.03.2017

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs kynnti stjórnsýslubreytingar á fjölskyldusviði.

Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri fjölskyldusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð þakkar kynninguna.

Bæjarráð - 3547. fundur - 09.03.2017

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs kynnti stjórnsýslubreytingar á fjölskyldusviði.

Velferðarráð - 1255. fundur - 21.06.2017

Lagt fram til kynningar verklag um samstarf fjölskyldusviðs og fræðslusviðs/skólaþjónustu á sviði einstaklingsmála.

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri fjölskyldusviðs sátu fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð - 1260. fundur - 20.09.2017

Lagt fram minnisblað Guðrúnar Sigurðardóttur sviðsstjóra fjölskyldusviðs dagsett 19. september 2017 þar sem lagt er til að heimilað verði að ráða í nýja stöðu í málaflokki fatlaðra sem sinni ráðgjöf við fötluð börn og fjölskyldur þeirra.
Velferðarráð samþykkir tillöguna.

Bæjarráð - 3569. fundur - 28.09.2017

3. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 20. september 2017:

Lagt fram minnisblað Guðrúnar Sigurðardóttur sviðsstjóra fjölskyldusviðs dagsett 19. september 2017 þar sem lagt er til að heimilað verði að ráða í nýja stöðu í málaflokki fatlaðra sem sinni ráðgjöf við fötluð börn og fjölskyldur þeirra.

Velferðarráð samþykkir tillöguna.
Bæjarráð vísar málinu til gerðar fjárhagsáætlunar.