Fjárhagsáætlun 2018-2021

Málsnúmer 2017060040

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1254. fundur - 07.06.2017

Lagðar fram forsendur og fjárhagsrammi sem bæjarráð hefur samþykkt vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2018-2021.

Velferðarráð - 1258. fundur - 06.09.2017

Farið var yfir vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2018 og gerð grein fyrir stöðu hennar.

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Karólína Gunnarsdóttir forstöðumaður skrifstofu fjölskyldusviðs, Bryndís Dagbjartsdóttir skrifstofustjóri fjölskyldusviðs, Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs og Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar sátu fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð - 1260. fundur - 20.09.2017

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs og Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar lögðu fram fjárhagsáætlanir sinna sviða fyrir árið 2018.

Bryndís Dagbjartsdóttir skrifstofustjóri fjölskyldusviðs, Kolbeinn Aðalsteinsson skrifstofustjóri búsetusviðs, Laufey Þórðardóttir forstöðumaður stoðþjónustu á búsetusviði og Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri Öldrunarheimila Akureyrar sátu fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð frestar afgreiðslu.

Velferðarráð - 1261. fundur - 27.09.2017

Karólína Gunnarsdóttir forstöðumaður skrifstofu fjölskyldusviðs, Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs og Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar lögðu fram fjárhagsáætlanir sinna sviða fyrir árið 2018.

Kolbeinn Aðalsteinsson skrifstofustjóri búsetusviðs og Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri Öldrunarheimila Akureyrar sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkti framlagðar áætlanir og vísar þeim til bæjarráðs.

Velferðarráð - 1262. fundur - 04.10.2017

Fjárhagsáætlun leiguíbúða Akureyrar lögð fram til kynningar.

Karólína Gunnarsdóttir forstöðumaður skrifstofu fjölskyldusviðs og Snjólaug Jóhannesdóttir félagsráðgjafi sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð þakkar kynningu.

Velferðarráð - 1265. fundur - 15.11.2017

Farið yfir fjárhagsáætlun sviða sem heyra undir velferðarráð eftir umræðu í bæjarráði. Stefanía Sif Traustadóttir starfsmaður hjá Öldrunarheimilum Akureyrar, Friðný Sigurðardóttir forstöðumaður stoðþjónustu ÖA og Laufey Þórðardóttir forstöðumaður stoðþjónustu búsetudeildar sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð leggur fram tillögu til bæjarráðs um að í fjárhagsáætlum verði gert ráð fyrir ráðningu lögfræðings til starfa á fjölskyldusviði vegna barnaverndarmála, sem hefði jafnframt það hlutverk að stýra innleiðingu nýrra persónuverndarlaga (GDPR) hjá Akureyrarbæ. Jafnframt leggur velferðarráð til að framlög til heimaþjónustu A verði hækkuð um 10 milljónir króna.