Erindi varðandi breytingar á samstarfi um rekstur Lautarinnar

Málsnúmer 2017090115

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1260. fundur - 20.09.2017

Tekið fyrir erindi Rauða krossins í Eyjafirði sem óskar eftir að rekstrarfyrirkomulagi Lautarinnar verði breytt þannig að Akreyrarkaupstaður taki að sér greiðslu launa til starfsmanna. Útreikningur og greiðsla launa hefur verið á hendi Rauða krossins.

Lagt fram rekstraryfirlit Lautarinnar og spá um rekstrarniðurstöðu fyrir árið 2017.
Erindi kynnt. Jóni Hróa Finnssyni sviðsstjóra búsetusviðs var falið að vinna tillögu að lausn.