Ferliþjónusta - gjaldskrá 2017

Málsnúmer 2017040022

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 8. fundur - 07.04.2017

Lagt fram minnisblað dagsett 4. apríl 2017 vegna gjaldskrár ferliþjónustu.
Umhverfis- og mannvirkjaráð vísar breytingum á gjaldskrá til umsagnar í velferðarráði.

Velferðarráð - 1252. fundur - 10.05.2017

Á fundi umhverfis- og mannvirkjaráðs þann 7. apríl sl. var samþykkt að óska eftir umsögn velferðarráðs um tillögu að hækkun á kílómetragjaldi vegna ferða fyrir ÖA. Tillagan er byggð á minnisblaði með útreikningum á raunkostnaði við aksturinn.

Friðný Sigurðardóttir forstöðumaður stoðþjónustu og Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA kynntu málið.

Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri ÖA sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð óskar eftir frekari útskýringum á forsendum hækkana og háu kílómetragjaldi. Ráðið leggst ekki gegn því að raunkostnaði sé skipt á milli kostnaðarstöðva eftir hlutdeild í notkun en bendir á að gera þarf breytingu á fjárhagsáætlun beggja hlutaðeigandi kostnaðarstöðva, bæði á útgjalda- og tekjuhlið.