Tillaga til þingsályktunar um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2017-2021, 434. mál

Málsnúmer 2017040166

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3554. fundur - 04.05.2017

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 28. apríl 2017 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2017-2021, 434. mál 2017.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 12. maí nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/146/s/0567.html
Bæjarráð vísar tillögunni til umfjöllunar í velferðarráði.

Velferðarráð - 1252. fundur - 10.05.2017

Á fundi bæjarráðs þann 4. maí sl. var lagt fram erindi frá velferðarnefnd Alþingis dagsett 28. apríl 2017 þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2017-2021, 434. mál 2017. Frestur til að skila umsögn er til 12. maí nk. Bæjarráð vísaði tillögunni til umfjöllunar í velferðarráði.

Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri fjölskyldusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð felur sviðsstjórum búsetusviðs og fjölskyldusviðs að vinna umsögn um tillöguna á grunni eldri umsagnar.