Yfirfærsla á málefnum fatlaðra til sveitarfélaga

Málsnúmer 2009110111

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1111. fundur - 27.10.2010

Karólína Gunnarsdóttir starfandi framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar og Kristín Sigursveinsdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar kynntu stöðuna varðandi yfirfærslu málefna fatlaðra til sveitarfélaga um næstu áramót og myndun þjónustusvæðis með nágrannasveitarfélögum. Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra búsetudeildar, dags. 27. október 2010.

Félagsmálaráð felur framkvæmdastjórum búsetudeildar og fjölskyldudeildar að vinna áfram að málinu í samráði við bæjarstjóra.

Félagsmálaráð - 1113. fundur - 24.11.2010

Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar og Kristín Sigursveinsdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar kynntu drög að samningi um myndun þjónustusvæðis í Eyjafirði vegna yfirfærslu málefna fatlaðra til sveitarfélaga.

Félagsmálaráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3251. fundur - 02.12.2010

5. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 24. nóvember 2010:
Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar og Kristín Sigursveinsdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar kynntu drög að samningi um myndun þjónustusvæðis í Eyjafirði vegna yfirfærslu málefna fatlaðra til sveitarfélaga.
Félagsmálaráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs.
Guðrún Sigurðardóttir og Kristín Sóley Sigursveinsdóttir sátu fund bæjarráðs undir þessum lið og fóru yfir drögin.

Bæjarráð samþykkir framlögð drög að samningi um sameiginlegt þjónustusvæði í Eyjafirði um þjónustu við fatlaða og felur bæjarstjóra að ganga frá samningi í samræmi við umræður á fundinum.

Ólafur Jónsson D-lista greiddi atkvæði á móti afgreiðslunni.

Ólafur Jónsson óskar bókað að hann getur ekki samþykkt samninginn í óbreyttri mynd og hefði viljað sjá eftirfarandi breytingar:

Í grein 3.1. verði bætt við: stjórn og framkvæmd samningsins er í höndum Akureyrarbæjar.

Í grein 3.3. falli út: stefnumarkandi ákvarðanir, forgangsröðun og fjárhagsáætlanir þjónustusvæðisins.

Félagsmálaráð - 1116. fundur - 12.01.2011

Lagður fram til kynningar samningur um sameiginlegt þjónustusvæði í Eyjafirði um þjónustu við fatlaða dags. 22. desember 2010.
Einnig kynnt lög um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992 með breytingum sem samþykktar voru í desember 2010.
Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á fjölskyldudeild sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarstjórn - 3296. fundur - 18.01.2011

Lagður fram til staðfestingar samningur um:
Sameiginlegt þjónustusvæði í Eyjafirði um þjónustu við fatlaða dags. 22. desember 2010 sem sveitarstjórnir Akureyrarbæjar, Eyjafjarðarsveitar, Grýtubakkahrepps, Hörgársveitar og Svalbarðsstrandarhrepps gerðu með sér.

Bæjarstjórn samþykkir samninginn með 11 samhljóða atkvæðum.

Félagsmálaráð - 1119. fundur - 09.03.2011

Kristín Sigursveinsdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar kynnti nýja reglugerð velferðarráðherra (nr. 172/2011) um trúnaðarmenn fatlaðra.
Reglugerðin er sett á grundvelli laga um málefni fatlaðs fólks, eins og þeim var breytt í tilefni af yfirfærslu málaflokksins frá ríki til sveitarfélaga. Trúnaðarmenn eiga að fylgjast með högum fatlaðs fólks og vera því innan handar við hvers konar réttindagæslu, hvort sem það er vegna meðferðar einkafjármuna þess, þjónustu sem það á rétt á eða varðandi önnur persónuleg réttindi eða einkamál þess. Norðurland vestra, Akureyri og Norðurþing skulu hafa sameiginlegan trúnaðarmann. Velferðarráðuneytið mun á næstunni skipa trúnaðarmenn.

Félagsmálaráð - 1119. fundur - 09.03.2011

Kristín Sigursveinsdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar kynnti væntanlegan upplýsinga- og samráðsfund um búsetu- og húsnæðismál í tengslum við yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Fundurinn er á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga og verður haldinn þann 16. mars nk. og honum verður fjarvarpað til Akureyrar.

Kristín Sigursveinsdóttir vék af fundi.

Félagsmálaráð - 1127. fundur - 10.08.2011

Lögð fram til kynningar ný lög um réttindagæslu fyrir fatlað fólk nr. 88/2011.

Félagsmálaráð - 1127. fundur - 10.08.2011

Lögð fram til kynningar ný lög um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls nr. 61/2011.

Félagsmálaráð fagnar þessum nýju lögum sem marka tímamót í réttindabaráttu þeirra sem nota íslenskt táknmál.

Félagsmálaráð - 1130. fundur - 28.09.2011

Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar lagði fram til kynningar 9. fundargerð bakhóps Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna yfirfærslu málefna fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga.

Félagsmálaráð - 1134. fundur - 10.11.2011

Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar kynnti verðmat á húseignum í eigu Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs. Akureyrarbær þarf að ákveða hvort óska eigi eftir leigu eða kaupum á húsnæðinu.
Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar sat fundinn undir þessum lið.

Félagsmálaráð vísar málinu til Fasteigna Akureyrarbæjar til frekari vinnslu í samvinnu við framkvæmdastjóra búsetudeildar og fjölskyldudeildar.

Félagsmálaráð - 1139. fundur - 08.02.2012

Lögð fram til kynningar fundargerð 10. fundar bakhóps Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 20. janúar 2012 vegna yfirfærslu málefna fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga.

Félagsmálaráð - 1147. fundur - 15.08.2012

Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar kynnti breytingar á lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk, nr. 88/2011 sem voru samþykkt á Alþingi 11. júní 2012 (ráðstafanir til að draga úr nauðung í þjónustu við fatlað fólk).

Félagsmálaráð þakkar kynninguna og lýsir yfir ánægju sinni með breytingarnar á lögunum.

Félagsmálaráð - 1167. fundur - 26.06.2013

Fundargerð 13. fundar bakhóps vegna yfirfærslu málefna fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga haldinn 22. febrúar 2013 lögð fram til kynningar.

Félagsmálaráð - 1176. fundur - 11.12.2013

Lögð fram til kynningar fundargerð 14. fundar bakhóps vegna yfirfærslu málefna fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga, dags. 9. september 2013.

Félagsmálaráð - 1184. fundur - 23.04.2014

Lögð fram til kynningar fundargerð bakhóps vegna yfirfærslu málefna fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga, ásamt fylgigögnum.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna.

Félagsmálaráð - 1198. fundur - 03.12.2014

Fundargerð 16. fundar bakhóps vegna yfirfærslu málefna fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga lögð fram til kynningar.

Félagsmálaráð - 1200. fundur - 07.01.2015

Oktavía Jóhannesdóttir D-lista fór af fundi kl. 15:50.
Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar og Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á fjölskyldudeild kynntu skýrslu með úttekt á þjónustu við fatlað fólk á þjónustusvæði Eyjafjarðar. Skýrslan er hluti af sameiginlegu mati ríkis og sveitarfélaga á faglegum árangri tilfærslunnar.
Félagsmálaráð þakkar kynninguna.

Velferðarráð - 1218. fundur - 04.11.2015

Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar lagði fram til kynningar fundargerð 17. fundar bakhóps vegna yfirfærslu málefna fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga sem haldinn var 28. ágúst 2015.

Velferðarráð - 1226. fundur - 16.03.2016

Tryggvi Þórhallsson lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga mætti á fundinn og kynnti skýrslu um niðurstöðu endurmats á yfirfærslu þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga.