Kristín Sigursveinsdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar kynnti nýja reglugerð velferðarráðherra (nr. 172/2011) um trúnaðarmenn fatlaðra.
Reglugerðin er sett á grundvelli laga um málefni fatlaðs fólks, eins og þeim var breytt í tilefni af yfirfærslu málaflokksins frá ríki til sveitarfélaga. Trúnaðarmenn eiga að fylgjast með högum fatlaðs fólks og vera því innan handar við hvers konar réttindagæslu, hvort sem það er vegna meðferðar einkafjármuna þess, þjónustu sem það á rétt á eða varðandi önnur persónuleg réttindi eða einkamál þess. Norðurland vestra, Akureyri og Norðurþing skulu hafa sameiginlegan trúnaðarmann. Velferðarráðuneytið mun á næstunni skipa trúnaðarmenn.
Félagsmálaráð felur framkvæmdastjórum búsetudeildar og fjölskyldudeildar að vinna áfram að málinu í samráði við bæjarstjóra.