Miðhúsabraut/Súluvegur - beiðni um umsögn vegna olíuframleiðslu úr plasti

Málsnúmer 2013010059

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 150. fundur - 16.01.2013

Erindi dagsett 18. desember 2012 þar sem Sigurður Ásbjörnsson f.h. Skipulagsstofnunar óskar eftir umsögn Akureyrarbæjar um hvort og á hvaða forsendum framleiðsla GPO ehf. á olíu úr plasti á lóð við Súluveg skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 3. viðauka í lögum um mat á umhverfisáhrifum. Einnig er óskað eftir að fram komi í umsögninni hvaða leyfum framkvæmdin er háð hvað varðar starfssvið umsagnaraðila.

Skipulagsnefnd telur meðfylgjandi skýrslu ekki veita fullnægjandi óháðar upplýsingar og niðurstöður og getur því á þessu stigi ekki tekið afstöðu til þess hvort framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum.

Skipulagsnefnd - 151. fundur - 30.01.2013

Erindi dagsett 18. desember 2012 þar sem Sigurður Ásbjörnsson f.h. Skipulagsstofnunar óskar eftir umsögn Akureyrarbæjar um hvort og á hvaða forsendum framleiðsla GPO ehf. á olíu úr plasti á lóð við Súluveg skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 3. viðauka í lögum um mat á umhverfisáhrifum. Einnig er óskað eftir að fram komi í umsögninni hvaða leyfum framkvæmdin er háð hvað varðar starfssvið umsagnaraðila.

Skipulagsnefnd tekur undir umsögn Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra dagsetta 11. janúar 2013 þar sem m.a. kemur fram að um eimingu á landbúnaðarplasti sé að ræða (endurvinnslu) og að starfsemin sé því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Framkvæmdin er háð byggingarleyfi þar sem um breytta notkun á húsnæði vegna starfseminnar er að ræða.

Umhverfisnefnd - 79. fundur - 12.02.2013

Erindi dags. 18. desember 2012 þar sem Sigurður Ásbjörnsson f.h. Skipulagsstofnunar óskar eftir umsögn Akureyrarbæjar um hvort og á hvaða forsendum framleiðsla GPO ehf á olíu úr plasti á lóð við Súluveg skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 3. viðauka í lögum um mat á umhverfisáhrifum. Einnig er óskað eftir að fram komi í umsögninni hvaða leyfum framkvæmdin er háð hvað varðar starfssvið umsagnaraðila.

Umhverfisnefnd tekur undir umsögn Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra dags. 11. janúar 2013 þar sem m.a. kemur fram að um eimingu á landbúnaðarplasti sé að ræða (endurvinnslu) og að starfsemin sé því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Framkvæmdin er háð byggingarleyfi þar sem um breytta notkun á húsnæði vegna starfseminnar er að ræða.