Miðhúsabraut - Súluvegur - breyting á aðal- og deiliskipulagi

Málsnúmer 2013020063

Vakta málsnúmer

Umhverfisnefnd - 79. fundur - 12.02.2013

Lögð fram fram til kynningar skýrsla frá Teiknistofu Arkitekta um breytingu á deiliskipulagi á Miðhúsabraut-Súluvegi en þar er meiningin að reisa metanstöð.

Bæjarráð - 3352. fundur - 21.02.2013

Kynning á fyrirhugaðri vinnslu á metangasi til eldsneytisnotkunar á sorpurðunarstað á Glerárdal.
Helgi Jóhannesson forstjóri Norðurorku og Stefán H. Steindórsson sviðsstjóri framkvæmdasviðs Norðurorku mættu á fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð þakkar Helga og Stefáni fyrir kynninguna.

Bæjarstjórn - 3336. fundur - 05.03.2013

Umræður fóru fram um fyrirhugaða vinnslu á metangasi til eldsneytisnotkunar á sorpurðunarstað á Glerárdal.

 

Umhverfisnefnd - 82. fundur - 14.05.2013

Kynnt var erindi dags. 7. maí 2013 frá skipulagsdeild þar sem beðið er um umsögn á tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 og deiliskipulagi fyrir athafna-, verslunar- og þjónustusvæði við Miðhúsabraut og Súluveg.

Málinu frestað til næsta fundar.

Umhverfisnefnd - 83. fundur - 04.06.2013

Tekin fyrir að nýju beiðni skipulagsdeildar dags. 7. maí 2013 um umsögn nefndarinnar á breytingu aðal- og deiliskipulags ásamt áfyllingarstöð fyrir metan.

Fulltrúar L-listans þau Hulda Stefánsdóttir og Páll Steindórsson gera ekki athugasemd við breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 og deiliskipulag fyrir athafna-, verslunar- og þjónustusvæði við Miðhúsabraut og Súluveg. Fulltrúar L-listans leggja hins vegar til að kvaðir verði settar inn í skipulagslýsinguna þess efnis að þarna verði einungis um umhverfisvæna starfsemi að ræða.

Jón Ingi Cæsarsson S-lista og Petrea Ósk Sigurðardóttir B-lista eru á móti breytingu á aðalskipulagi Akureyrar og deiliskipulagi fyrir athafna-, verslunar- og þjónustusvæði við Miðhúsabraut-Súluveg.

Kristinn Frímann Árnason D-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

Jón Ingi Cæsarsson S-lista og Petrea Ósk Sigurðardóttir B-lista óska bókað:

Mjög stutt er í íbúðabyggð við Furulund og íbúar sem ákváðu að festa sér þar fasteignir höfðu þær upplýsingar einar að þarna ætti bráðabirgðariðnaðarstarfssemi að hverfa í fyllingu tímans.

Stutt er í einn stærsta leikskóla bæjarins.

Deiliskipulagssvæðið nær inn á helgunarsvæði Glerár og teygir sig langt inn á verndarsvæði árinnar.

Íbúar á Akureyri hafa árum saman talið iðnaðarstarfssemina við Glerána á þessum stað væri barn síns tíma og hyrfi í fyllingu tímans. Þess vegna hefur svæðið verið óskipulagt og stefna bæjaryfirvalda sú að þessi starfsemi hyrfi af svæðinu. Þess vegna hafa starfsleyfi fyrirtækja þarna verið tímabundin og landið ekki skilgreint í aðal og deiliskipulagi.

Að kúvenda með því að festa þarna iðnaðarsvæði í aðal- og deiliskipulagi er því algjört stílbrot og ekki hægt að bjóða þeim sem reist hafa íbúðir sínar þarna í grenndinni upp á slíkt auk þess sem börn á einum stærsta leikskóla bæjarins eiga ekki að þurfa að hafa slíka starfsemi rétt við lóðarmörkin.

Að festa iðnaðarstarfsemi í sessi á verndarvæði Glerár er einnig óviðunandi.

Ekki er gerð athugsemd við þann hluta sem snýr að afgreiðslu fyrir metan sem er vel utan þess svæðis sem áður greinir.