Kvennakór Akureyrar - umsókn um nýjan samning

Málsnúmer 2012010388

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 115. fundur - 21.02.2012

Lagt fram til kynningar erindi dags 31. janúar 2012 frá Soffíu Pétursdóttur f.h. Kvennakórs Akureyrar þar sem óskað er eftir endurnýjun samnings um stuðning við kórinn til næstu þriggja ára. Óskað er eftir að framlög til kórsins verði hækkuð til samræmis við framlög til Karlakórs Akureyrar-Geysis, en framlög til hans hafa verið kr. 500.000 árlega síðustu ár, en kr. 300.000 til Kvennakórsins.

 Stjórn Akureyrarstofu felur framkvæmdastjóra að koma með tillögu um styrk til Kvennakórsins þar sem jafnræði kóranna er haft að leiðarljósi.

Stjórn Akureyrarstofu - 122. fundur - 02.05.2012

Tekin fyrir að nýju beiðni frá Kvennakór Akureyrar um endurnýjaðan samning og hækkun á framlögum til starfseminnar.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að endurnýja samninginn við Kvennakórinn og að á samningstímanum verði framlag til kórsins hækkað til jafns við framlög til Karlakórs Akureyrar-Geysis.