Starfsáætlun stjórnar Akureyrarstofu 2011-2014

Málsnúmer 2011010071

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 87. fundur - 13.01.2011

Farið yfir drög að starfsáætlun fyrir stjórn Akureyrarstofu.
Rætt um helstu verkefni í málaflokkum stjórnarinnar, atvinnu-, ferða-, markaðs- og menningarmálum.

Afgreiðslu frestað.

Stjórn Akureyrarstofu - 89. fundur - 03.02.2011

Kynnt voru frumdrög að starfsáætlun fyrir stjórn Akureyrarstofu.

Stjórn Akureyrarstofu - 90. fundur - 09.02.2011

Áfram unnið við starfsáætlunina, farið ofan í einstaka málaflokka og verkefni. Framundan er vinna við að marka atvinnustefnu og endurskoðun menningarstefnu og ljóst að niðurstöður úr þeirri vinnu munu hafa áhrif á starfsáætlun Akureyrarstofu.

Framkvæmdastjóra falið að vinna úr þeim hugmyndum sem fram komu á fundinum og leggja fram nýja útgáfu starfsáætlunarinnar á næsta fundi.

Stjórn Akureyrarstofu - 91. fundur - 23.02.2011

Kynnt var staða í vinnu við starfsáætlun og farið yfir efnisatriði hennar. Jafnframt var kynnt nýtt form frá því sem áður var.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir þau efnisatriði sem fram koma í starfsáætluninni og felur formanni og framkvæmdastjóra að ljúka við frágang hennar.

Stjórn Akureyrarstofu - 94. fundur - 31.03.2011

Áfram haldið vinnu við starfsáætlun og stefnt að því að ljúka henni á næsta fundi stjórnar.
Njáll Trausti Friðbertsson D-lista og Matthías Rögnvaldsson A-lista mættu sem gestir undir þessum lið.

Stjórn Akureyrarstofu - 95. fundur - 13.04.2011

Unnið að starfsáætlun og farin lokayfirferð.
Meirihluti stjórnarinnar samþykkir starfsáætlunina en felur framkvæmdastjóra að ljúka kostnaðaráætlunum fyrir einstök verkefni í henni og birta með öðru efni sem snertir stjórn Akureyrarstofu á vef bæjarins. Starfsáætlunin verður endurskoðuð a.m.k. árlega.

Jóhann Jónsson fulltrúi S-lista óskar að eftirfarandi verði bókað:

Í starfsáætlun stjórnar Akureyrarstofu er margt sem samrýmst getur stefnu Samfylkingarinnar sem ég get út af fyrir sig fallist á en þar koma fyrst og fremst fram áherslur og stefnumál L-listans og ég tel því eðlilegt að sitja hjá við afgreiðsluna.

Stjórn Akureyrarstofu - 113. fundur - 25.01.2012

Unnið að endurskoðun starfsáætlunar stjórnar Akureyrarstofu með hliðsjón af fjárhagsáætlun. Farið yfir leiðarljós og markmið í ferðamálum, atvinnumálum, markaðsmálum og menningarmálum. Vinnu verður haldið áfram á næsta fundi stjórnarinnar.

Stjórn Akureyrarstofu - 115. fundur - 21.02.2012

Farið yfir stöðuna á endurskoðun starfsáætlunarinnar þar sem farið var yfir helstu markmið og verkefni hennar.
Stjórnin er sammála um þau leiðarljós, meginmarkmið og leiðir sem fram koma í áætluninni eins og hún er nú en felur framkvæmdastjóra að ljúka kostnaðarmati og tímaáætlunum fyrir næsta fund stjórnarinnar áður en til endanlegrar samþykktar kemur.

Stjórn Akureyrarstofu - 125. fundur - 13.06.2012

Farið yfir starfsáætlun stjórnar Akureyrarstofu og rætt áframhaldið við endurskoðun hennar.

Stjórnin samþykkir að skipar Höllu Björk Reynisdóttur og Unnstein Jónsson í starfshóp sem vinni að endurskoðun áætlunarinnar ásamt framkvæmdastjóra, fyrir næsta fund.

Stjórn Akureyrarstofu - 126. fundur - 28.06.2012

Unnið að endurskoðun starfsáætlunar sem er liður í undirbúningi fyrir fjárhagsáætlunargerð ársins 2013.