Menningarfélag Akureyrar - beiðni um kaup á búnaði

Málsnúmer 2016110028

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 219. fundur - 28.11.2016

Fasteignum Akureyrarbæjar barst erindi þann 3. október sl. frá Þuríði Helgu Kristjánsdóttur framkvæmdastjóra MAk þar sem óskað er endurnýjunar á hjóðmixerum fyrir Hof. FA óskar staðfestingar stjórnar Akureyrarstofu á kaupunum.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir kaupin fyrir sitt leyti og leggur til að fjárveitingar fylgi þeim í fjárhagsáætlun á leigutímanum. Jafnframt óskar stjórnin eftir því að FA og MAk ljúki sem fyrst við gerð áætlunar um endurnýjun á stofnbúnaði.

Stjórn Akureyrarstofu - 251. fundur - 05.04.2018

Erindi dagsett 26. mars 2018 frá Þuríði H. Kristjánsdóttur framkvæmdastjóra MAk, þar sem óskað er eftir fjármagni til kaupa á tækjabúnaði vegna hljóðupptöku í Hofi ásamt endunýjun sviðsbúnaðar tækja í Hof og Samkomuhús.

Þuríður H. Kristjánsdóttir sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að fela sviðsstjóra og deildarstjóra Akureyrarstofu að eiga viðræður við umhverfis- og mannvirkjasvið um tækjalista sem liggur til grundvallar beiðni MAk. Málið verður tekið fyrir aftur að þeim loknum.

Stjórn Akureyrarstofu - 252. fundur - 18.04.2018

Erindi dagsett 26. mars 2018 frá Þuríði H. Kristjánsdóttur framkvæmdastjóra MAk, þar sem óskað er eftir fjármagni til kaupa á tækjabúnaði vegna hljóðupptöku í Hofi ásamt endunýjun sviðsbúnaðar tækja í Hof og Samkomuhús. Áframhald umræðu frá síðasta fundi.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að óska eftir kr. 18.000.000 úr áhalda- og búnaðarsjóði umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar til að endurnýja sviðsbúnað og tæki í Hofi og Samkomuhúsinu með möguleika á því að skipta kostnaði á tvö ár.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 31. fundur - 27.04.2018

Lögð fram beiðni frá stjórn Akureyrarstofu um kaup á búnaði fyrir Hof menningarhús og Samkomuhúsið að upphæð 18.214.980 kr., samkvæmt meðfylgjandi lista, með möguleika á því að skipta kostnaði á tvö ár.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að veita fjármagni að upphæð kr. 9.000.000 til búnaðarkaupa samkvæmt framlögðum gögnum.

Stjórn Akureyrarstofu - 265. fundur - 15.11.2018

Erindi dagsett 19. september 2018 frá Þuríði H. Kristjánsdóttur framkvæmdastjóra MAk þar sem óskað er eftir fjármagni til kaupa á búnaði fyrir Hof og Samkomuhúsið.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að óska eftir 10 m.kr. úr áhalda- og búnaðarsjóði umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar árið 2019 til að endurnýja sviðsbúnað og tæki í Hofi og Samkomuhúsinu. Nánari forgangsröðun fari fram í samstarfi MAk og umhverfis- og mannvirkjasviðs.

Stjórn Akureyrarstofu - 283. fundur - 29.08.2019

Erindi dagsett 11. júní 2019 frá Þuríði H. Kristjánsdóttur framkvæmdastjóra MAk þar sem óskað er eftir kaupum á búnaði.
Stjórn Akureyrarstofu óskar eftir því að starfsmenn UMSA yfirfari listann í samráði við MAk og jafnframt verði gerð áætlun um endurnýjun stofnbúnaðar til lengri tíma.

Stjórn Akureyrarstofu - 288. fundur - 07.11.2019

Erindi dagsett 1. nóvember 2019 frá Þuríði Helgu Kristjánsdóttur framkvæmdastjóra MAk og Preben Jóni Péturssyni stjórnarformanni MAk þar sem óskað er eftir því að Akureyrarbær setji fjármagn í að endurnýja tækjabúnað í Hofi og Samkomuhúsinu.

Þuríður H. Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri MAk sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að óska eftir því við umhverfis- og mannvirkjaráð að sett verði fjármagn í að endurnýja hljóð- og ljósakerfi í Hofi og Samkomuhúsinu að upphæð kr. 61.000.000 á árinu 2020.



Umhverfis- og mannvirkjaráð - 68. fundur - 15.11.2019

Tekin fyrir beiðni stjórnar Akureyrarstofu til umhverfis- og mannvirkjaráðs um að sett verði fjármagn í að endurnýja hljóð- og ljósakerfi í Hofi og Samkomuhúsinu að upphæð kr. 61.000.000 á árinu 2020.
Umhverfis- og mannvirkjaráð frestar málinu og óskar eftir frekari upplýsingum með sundurliðun og forgangsröðun.

Stjórn Akureyrarstofu - 306. fundur - 15.10.2020

Erindin dagsett 14. september 2020 frá Þuríði Helgu Kristjánsdóttur framkvæmdastjóra MAk þar sem óskað er eftir að Akureyrarbær kaupi tækjabúnað að upphæð 9 milljónir króna vegna reksturs Hofs sem tónleika- og ráðstefnuhúss.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar því til umhverfis- og mannvirkjaráðs.