Rekstur kaffihúsa í stofnunum Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2019080451

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 283. fundur - 29.08.2019

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra samfélagssviðs vegna reksturs á kaffihúsum í stofnunum Akureyrarbæjar.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að vísa minnisblaðinu til umræðu í bæjarráði.

Bæjarráð - 3651. fundur - 05.09.2019

Liður 7 í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsettri 29. ágúst 2019:

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra samfélagssviðs vegna reksturs á kaffihúsum í stofnunum Akureyrarbæjar.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að vísa minnisblaðinu til umræðu í bæjarráði.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að láta vinna reglur um útleigu á húsnæði í eigu Akureyrarbæjar.