Akureyrarstofa - verkaskipti og starfslýsingar

Málsnúmer 2019010210

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 270. fundur - 24.01.2019

Á síðasta ári var verkaskiptum breytt á Akureyrarstofu og var megin breytingin sú að viðburðastjórnun dreifist á alla starfsmenn í stað þess að vera að mestu leyti á höndum verkefnisstjóra menningarmála. Þá hefur vefstjórn á akureyri.is flust yfir á stjórnsýslusvið en ritstjórnarhluverk frétta er bæði þar og á Akureyrarstofu. Nú stendur yfir endurskoðun á starfslýsingum með hliðsjón af reynslunni af þessu breytingum og því að nú er ráðgert að auka afl í upplýsingagjöf til íbúa og markaðssetningar á íbúamarkaði. Deildarstjóri gerði grein fyrir þessari vinnu og stöðu hennar.

Stjórn Akureyrarstofu - 283. fundur - 29.08.2019

Jón Þór Kristjánsson verkefnastjóri upplýsingamiðlunar mætti á fundinn og fór yfir helstu verkefni þessa nýja starfs.