Skylduskil Amtsbókasafnsins

Málsnúmer 2018090051

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 259. fundur - 06.09.2018

Lagt fram minnisblað amtsbókavarðar vegna skylduskila safnsins. Samkvæmt lögum nr. 20/2002 er Amtsbókasafnið annað af tveimur söfnum sem skilgreind eru sem móttökusöfn fyrir allt prentað efni sem gefið er út á landinu.
Stjórn Akureyrarstofu telur óásættanlegt að Akureyrarbær eitt sveitarfélaga beri kostnað af lögum um skylduskil og felur formanni stjórnar og starfsmönnum að hefja viðræður við ríkið um fjárveitingar vegna starfseminnar.

Stjórn Akureyrarstofu - 276. fundur - 16.04.2019

Lögð fram til kynningar skýrsla Landsbókasafnsins vegna skylduskila Amtsbókasafnsins

Stjórn Akureyrarstofu - 277. fundur - 02.05.2019

Hólmkell Hreinsson forstöðumaður Amtsbókasafnsins sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu telur það óásættanlegt að ekki séu komin svör sem áttu að berast um miðjan apríl frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu um það með hvaða hætti ríkið hyggst koma að kostnaði við skylduskil sem Amtsbókasafnið á Akureyri annast fyrir ríkið. Stjórn Akureyrarstofu leggur á það áherslu að fá fram skýr svör um það hvort ríkið ætli að greiða fyrir þjónustuna eða fella úr gildi kvaðir í lögum um skylduskil safna.

Ekki verður gert ráð fyrir fjármunum til að standa straum af varðveislu skylduskila i fjárhagsáætlun fyrir árið 2020.

Stjórn Akureyrastofu óskar eftir að bæjarstjóri leiti lausna í málinu.

Stjórn Akureyrarstofu - 291. fundur - 19.12.2019

Lagt fram til kynningar svarbréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu vegna viðbótarframlags, á árinu 2020, við núgildandi rekstrarsamning milli Akureyrarbæjar og ráðuneytisins.