Niðurstöður úr þjónustukönnun

Málsnúmer 2019040491

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 277. fundur - 02.05.2019

Hólmkell Hreinsson forstöðumaður Amtsbókasafnsins kynnti niðurstöður úr þjónustukönnun sem framkvæmd var af RHA.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Hólmkeli fyrir kynninguna og lýsir yfir ánægju með niðurstöður könnunarinnar og hversu vel hún kemur út. Stjórn Akureyrarstofu hefur áhuga á því að kannað verði með hvaða hætti hægt sé að útvíkka starfsemi bókasafnsins m.t.t. aukinnar þjónustu fyrir bæjarbúa og óskar eftir að bæjarráð taki málið til umfjöllunar.
Eva Hrund Einarsdóttir mætti á fundinn kl. 14:40

Bæjarráð - 3637. fundur - 09.05.2019

Liður 2 í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsettri 2. maí 2019:

Hólmkell Hreinsson forstöðumaður Amtsbókasafnsins kynnti niðurstöður úr þjónustukönnun sem framkvæmd var af RHA.

Stjórn Akureyrarstofu þakkar Hólmkeli fyrir kynninguna og lýsir yfir ánægju með niðurstöður könnunarinnar og hversu vel hún kemur út. Stjórn Akureyrarstofu hefur áhuga á því að kannað verði með hvaða hætti hægt sé að útvíkka starfsemi bókasafnsins m.t.t. aukinnar þjónustu fyrir bæjarbúa og óskar eftir að bæjarráð taki málið til umfjöllunar.
Afgreiðslu frestað.

Bæjarráð - 3638. fundur - 16.05.2019

Liður 2 í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsettri 2. maí 2019:

Hólmkell Hreinsson forstöðumaður Amtsbókasafnsins kynnti niðurstöður úr þjónustukönnun sem framkvæmd var af RHA.

Stjórn Akureyrarstofu þakkar Hólmkeli fyrir kynninguna og lýsir yfir ánægju með niðurstöður könnunarinnar og hversu vel hún kemur út. Stjórn Akureyrarstofu hefur áhuga á því að kannað verði með hvaða hætti hægt sé að útvíkka starfsemi bókasafnsins m.t.t. aukinnar þjónustu fyrir bæjarbúa og óskar eftir að bæjarráð taki málið til umfjöllunar.

Málið var á dagskrá bæjarráðs 9. apríl sl. og var afgreiðslu þá frestað.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð tekur jákvætt í hugmyndina og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.