Samfélagsmiðla- og vefstefna

Málsnúmer 2019040494

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 277. fundur - 02.05.2019

Í aðgerðaráætlun upplýsingastefnu Akureyrarbæjar skulu vefstefna og samfélagsmiðlastefna vera tilbúnar fyrir 1. maí 2019. Tillaga starfsmanna er að gerð verði ein samfélagsmiðla- og vefstefna og drög að henni verða lögð fram til kynningar.

Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu leggur til að unnin verði handbók í tengslum við upplýsingastefnu Akureyrarbæjar sem tekur á verklagi við miðlun upplýsinga í gegnum vefsíður og samfélagsmiðla. Í framhaldi af þeirri vinnu verði skoðað hvort ástæða sé til að hafa sérstaka vef- og samfélagsmiðlastefnu.

Stjórn Akureyrarstofu - 293. fundur - 23.01.2020

Drög að nýrri vefstefnu Akureyrarbæjar lögð fram til kynningar.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar þeim til endanlegrar afgreiðslu í bæjarráði.

Bæjarráð - 3669. fundur - 30.01.2020

Lögð fram drög að nýrri vefstefnu Akureyrarbæjar. Stjórn Akureyrarstofu samþykkti drögin fyrir sitt leyti 23. janúar sl. og vísaði þeim til afgreiðslu í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir drög að vefstefnu með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum. Jafnframt vísar bæjarráð drögunum til umfjöllunar í fastanefndum bæjarins.

Fræðsluráð - 25. fundur - 03.02.2020

Drög að nýrri samfélagsmiðla- og vefstefnu Akureyrarbæjar lögð fram til kynningar.

Skipulagsráð - 331. fundur - 12.02.2020

Lögð fram til kynningar drög að nýrri samfélagsmiðla- og vefstefnu Akureyrarbæjar.
Skipulagsráð gerir engar athugasemdir við fyrirliggjandi drög að samfélags- og vefstefnu.

Frístundaráð - 72. fundur - 19.02.2020

Óskað er eftir umsögn frístundaráðs um vefstefnu Akureyrarbæjar.
Frístundaráð gerir ekki athugasemdir við vefstefnuna.

Bæjarráð - 3687. fundur - 11.06.2020

Lögð fram að nýju drög að vefstefnu sem samþykkt voru í bæjarráði 30. janúar sl. Drögin voru þá send til umsagnar í fastanefndum. Engar athugasemdir bárust.
Bæjarráð samþykkir vefstefnuna með fimm samhljóða atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3477. fundur - 16.06.2020

Liður 8 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 11. júní 2020:

Lögð fram að nýju drög að vefstefnu sem samþykkt voru í bæjarráði 30. janúar sl. Drögin voru þá send til umsagnar í fastanefndum. Engar athugasemdir bárust.

Bæjarráð samþykkir vefstefnuna með fimm samhljóða atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Hilda Jana Gísladóttir kynnti efni stefnunnar.

Í umræðum tóku til máls Sóley Björk Stefánsdóttir, Hilda Jana Gísladóttir og Eva Hrund Einarsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir vefstefnuna með 11 samhljóða atkvæðum.