Hlíðarfjall - stækkun á deiliskipulagi

Málsnúmer 2024021058

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 418. fundur - 28.02.2024

Erindi dagsett 20. febrúar 2024 þar sem Ómar Ívarson f.h. Hlíðarfjalls/Skíðastaða sækir um að stækka deiliskipulagssvæði Hlíðarfjalls til að koma fyrir fyrstu sleðabraut á Íslandi.

Sleðabrautin stendur á pilum ca. 30 cm fyrir ofan jarðyfirborðið og er þetta því afturkræf framkvæmd án verulegs rasks á náttúrunni.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og heimilar umsækjanda að útfæra tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir útivistarsvæði Hlíðarfjalls í samráði við skipulagsfulltrúa.

Skipulagsráð - 440. fundur - 26.02.2025

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hlíðarfjalls sem felst í að skipulagssvæðið stækkar um 8,6 ha til austurs og bætt er við byggingarreit fyrir sleðabraut frá bílastæði norðan Skíðastaða og niður hlíðina til austurs.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur skipulagsfulltrúa að leita eftir umsögn umhverfis- og mannvirkjasviðs, Norðurorku og Minjastofnunar Íslands