Hofsbót 1 - umferðaröryggi

Málsnúmer 2024011639

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 155. fundur - 06.02.2024

Lagt fram minnisblað dagsett 31. janúar 2024 varðandi umferðaröryggi um Hofsbót 1 frá Hofi og upp í miðbæ Akureyrar.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð telur mikilvægt að tryggja umferðaröryggi þeirra sem ekki eru á bíl á umræddu svæði eins fljótt og auðið er og vísar málinu til skipulagsráðs.

Skipulagsráð - 418. fundur - 28.02.2024

Liður 5 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 6. febrúar 2024:

Lagt fram minnisblað dagsett 31. janúar 2024 varðandi umferðaröryggi um Hofsbót 1 frá Hofi og upp í miðbæ Akureyrar.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð telur mikilvægt að tryggja umferðaröryggi þeirra sem ekki eru á bíl á umræddu svæði eins fljótt og auðið er og vísar málinu til skipulagsráðs.

Skipulagsráð telur framkvæmd þessarar gangstéttar ekki tímabæra í ljósi þess að lóðin Hofsbót 1 verður boðin út á næstunni og ráðið telur skynsamlegast að þessi framkvæmd verði unnin samhliða þeirri vinnu. Jafnframt telur ráðið mikilvægt að gangandi umferð sem kemur yfir Glerárgötu frá Hofi verði beint til suðurs meðfram Glerárgötu í átt að miðbænum með áberandi hætti.