Hulduholt 31 - umsókn um nýja lóð

Málsnúmer 2023111013

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 413. fundur - 29.11.2023

Erindi þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Guðlaugs Óla Þorlákssonar óskar eftir því að lóð við Hulduholt 31, þar sem Guðlaugur er lóðarhafi, verði felld út og Guðlaugi verði úthlutað lóð nr. 29 í staðinn.

Einnig er óskað eftir að lóð nr. 29 verði stækkuð til austurs til að koma til móts við erfitt byggingarland.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu þar til fyrir liggur álit óháðs sérfræðings um byggingarhæfi lóðarinnar.

Skipulagsráð - 418. fundur - 28.02.2024

Erindi þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Guðlaugs Óla Þorlákssonar óskar eftir því að lóð við Hulduholt 31, þar sem Guðlaugur er lóðarhafi, verði felld út og Guðlaugi verði úthlutað lóð nr. 29 í staðinn. Málið er nú tekið fyrir aftur þar sem að álit óháðs fagaðila á byggingarhæfi lóðarinnar liggur nú fyrir.

Lagt fram minnisblað frá Verkís dagsett 7. febrúar 2024 varðandi byggingarhæfi lóðarinnar Hulduholt 31.
Skipulagsráð leggur til að umsækjandi fái úthlutað lóð 29 í staðinn fyrir 31 en fellst ekki á lóðarstækkun skv. umsókninni.

Skipulagsráð telur ekki að fella eigi lóð nr. 31 út og er skipulagsfulltrúa falið að skoða hvort að gera þurfi breytingar á þeirri lóð.