Landnotkun svæðis sunnan Naustagötu - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 2023121373

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 415. fundur - 10.01.2024

Lögð fram tillaga að lýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi á svæði milli Naustagötu og Davíðshaga. Er breytingin gerð þar sem fyrirhugað er að færa lóð fyrir leikskóla til austurs, yfir á svæði þar sem nú eru mannvirki, Naust 2. Þá er einnig gert ráð fyrir að hluti opins svæðis til sérstakra nota, næst Naustagötu, breytist í uppbyggingarsvæði.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við lýsinguna með fyrirvara um lagfæringar í samræmi við umræður á fundinum. Ráðið leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki lýsinguna og að hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3539. fundur - 16.01.2024

Liður 2 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 10. janúar 2024:

Lögð fram tillaga að lýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi á svæði milli Naustagötu og Davíðshaga. Er breytingin gerð þar sem fyrirhugað er að færa lóð fyrir leikskóla til austurs, yfir á svæði þar sem nú eru mannvirki, Naust 2. Þá er einnig gert ráð fyrir að hluti opins svæðis til sérstakra nota, næst Naustagötu, breytist í uppbyggingarsvæði.

Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við lýsinguna með fyrirvara um lagfæringar í samræmi við umræður á fundinum. Ráðið leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki lýsinguna og að hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti.

Til máls tóku Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Heimir Örn Árnason.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagða skipulagslýsingu og að hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 418. fundur - 28.02.2024

Lögð fram að lokinni kynningu lýsing vegna breytingar aðalskipulags á svæði milli Naustagötu og Davíðshaga. Tillagan var kynnt með auglýsingu sem birtist 21. janúar 2024 með athugasemdafresti til 13. febrúar. Engin athugasemd barst en fyrir liggja umsagnir frá Skipulagsstofnun, Norðurorku, Hörgársveit, Eyjafjarðarsveit og Minjastofnun.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að halda áfram samskiptum við Minjastofnun varðandi mögulegan fornleifauppgröft/fornleifaskráningu á landi Nausta 1 og Nausta 2. Jafnframt að halda áfram vinnu við breytingu á aðalskipulagi svæðisins og breytingu á deiliskipulagi til samræmis.

Skipulagsráð - 419. fundur - 12.03.2024

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrarbæjar 2018-2030 sem nær til svæðis milli Naustagötu og Davíðshaga. Í breytingunni felst eftirfarandi:

- Stofnanasvæði þar sem gert hefur verið ráð fyrir byggingu leikskóla færist til austurs, yfir á svæði þar sem nú eru byggingar Nausta 2.

- Svæði sem áður var skilgreint sem stofnanasvæði breytist í íbúðarsvæði með heimild fyrir atvinnustarfsemi á fyrstu hæð.

- Svæði milli Naustabrautar og leikskólalóðar (stofnanasvæðis) breytist úr opnu svæði til sérstakra nota í íbúðarsvæði.
Skipulagsráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að kynna fyrirliggjandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 423. fundur - 15.05.2024

Lögð fram að lokinni kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 fyrir svæði sunnan Naustagötu. Drög voru kynnt frá 3. apríl 2024 t.o.m. 25. apríl 2024 og bárust 3 umsagnir og 1 athugasemd.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu á aðalskipulagi svæðisins verði auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, óbreytt frá þeirri tillögu sem kynnt var sem vinnslutillaga.