Aðalskipulagsbreyting - Hörgársveit - tilfærsla Lónsins við sláturhús B. Jensen

Málsnúmer 2013050008

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 160. fundur - 26.06.2013

Erindi dags. 29. apríl 2013 frá Hjalta Jóhannessyni starfandi sveitarstjóra Hörgársveitar þar sem farið er fram á viðræður vegna hugsanlegrar tilfærslu Lónsins á móts við Sláturhús B. Jensen í Hörgársveit.
Formaður skipulagsnefndar Helgi Snæbjarnarson frá skipulagsnefnd og skipulagsstjóri funduðu um málið með fulltrúum Hörgársveitar og var niðurstaðan að óska eftir nánari upplýsingum um málið sem hafa borist.

Helga Snæbjarnarsyni og Sigurði Guðmundssyni er falið að ræða við sveitarstjóra Hörgársveitar.

Ragnar Sverrisson áheyrnarfulltrúi S-lista óskar bókað að hann telji að taka eigi jákvætt í erindið og skoða þá hugmynd að færa Lónið 100m til suðurs með framtíðarsýn um göngustíg meðfram Lóninu frá Krossanesborgum upp í Glerárdal.

Skipulagsnefnd - 203. fundur - 13.05.2015

Erindi dagsett 12. maí 2015 frá Snorra Finnlaugssyni, sveitarstjóra Hörgársveitar sem óskar eftir breytingu á sveitarfélagamörkum með tilfærslu Lónslækjar til suðurs á móts við sláturhús B. Jensen í Hörgársveit, þannig að hægt verði að koma fyrir viðbyggingu við þá starfsemi sem þar er.

Innkomin hnitsettur uppdráttur dagsettur 14. nóvember 2014 frá Búgarði, ráðgjafaþjónustu.
Skipulagsstjóra er falið að láta vinna aðalskipulagsbreytingu á sveitarfélagamörkunum vegna færslu Lónslækjar í samræmi við innsendan hnitsettan uppdrátt.

Skipulagsnefnd - 208. fundur - 12.08.2015

Erindi dagsett 12. maí 2015 frá Snorra Finnlaugssyni sveitarstjóra Hörgársveitar sem óskar eftir breytingu á sveitarfélagamörkum með tilfærslu Lónslækjar til suðurs á móts við sláturhús B. Jensen í Hörgársveit, þannig að hægt verði að koma fyrir viðbyggingu við þá starfsemi sem þar er.

Skipulagsnefnd fól skipulagsstjóra að láta vinna aðalskipulagsbreytingu á sveitarfélagamörkunum vegna færslu Lónslækjar í samræmi við umræður á fundi skipulagsnefndar 13. maí 2015.

Staðgengill skipulagsstjóra lagði fram tillögu að aðalskipulagsbreytingu dagsetta 15. júli 2015 unna af Árna Ólafssyni frá Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf.
Breyting þessi felur ekki í sér stefnu um leyfisveitingar til framkvæmda, sem tilgreindar eru í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og er hún því ekki háð lögum nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Breytingin er óveruleg og hefur hvorki áhrif á ósnortna náttúru, jarðmyndanir og vistkerfi, sem njóta sérstakrar verndar, verndarsvæði né skráðar fornminjar. Breytingin hefur ekki í för með sér neikvæð áhrif á nágranna eða landnotkun og nýtingu aðliggjandi svæða.


Skipulagsnefnd leggur því til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarráð - 3469. fundur - 20.08.2015

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 12. ágúst 2015:

Erindi dagsett 12. maí 2015 frá Snorra Finnlaugssyni sveitarstjóra Hörgársveitar sem óskar eftir breytingu á sveitarfélagamörkum með tilfærslu Lónslækjar til suðurs á móts við sláturhús B. Jensen í Hörgársveit, þannig að hægt verði að koma fyrir viðbyggingu við þá starfsemi sem þar er.

Skipulagsnefnd fól skipulagsstjóra að láta vinna aðalskipulagsbreytingu á sveitarfélagamörkunum vegna færslu Lónslækjar í samræmi við umræður á fundi skipulagsnefndar 13. maí 2015.

Staðgengill skipulagsstjóra lagði fram tillögu að aðalskipulagsbreytingu dagsetta 15. júli 2015 unna af Árna Ólafssyni frá Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf.

Breyting þessi felur ekki í sér stefnu um leyfisveitingar til framkvæmda, sem tilgreindar eru í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og er hún því ekki háð lögum nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Breytingin er óveruleg og hefur hvorki áhrif á ósnortna náttúru, jarðmyndanir og vistkerfi, sem njóta sérstakrar verndar, verndarsvæði né skráðar fornminjar. Breytingin hefur ekki í för með sér neikvæð áhrif á nágranna eða landnotkun og nýtingu aðliggjandi svæða.


Skipulagsnefnd leggur því til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar 2. júní 2015.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar.

Skipulagsnefnd - 217. fundur - 25.11.2015

Skipulagsstjóri leggur fram drög að samkomulagi um breytt staðarmörk Akureyrarkaupstaðar og Hörgársveitar byggt á aðalskipulagsbreytingu sem tók gildi 24. september síðastliðinn.
Skipulagsnefnd samþykkir framlögð drög og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarstjórn í samræmi við sveitastjórnarlög nr. 138/2011.

Bæjarstjórn - 3383. fundur - 01.12.2015

18. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 25. nóvember 2015:

Skipulagsstjóri leggur fram drög að samkomulagi um breytt staðarmörk Akureyrarkaupstaðar og Hörgársveitar byggt á aðalskipulagsbreytingu sem tók gildi 24. september síðastliðinn.

Skipulagsnefnd samþykkir framlögð drög og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarstjórn í samræmi við sveitastjórnarlög nr. 138/2011.
Bæjarstjórn samþykkir framlagt samkomulag um breytt staðarmörk Akureyrarkaupstaðar og Hörgársveitar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 219. fundur - 13.01.2016

Lögð fram til kynningar staðfesting innanríkisráðuneytisins varðandi breytt mörk Akureyrarkaupstaðar og Hörgársveitar.