Kotárgerði 8 - fyrirspurn um byggingu bílskúrs

Málsnúmer 2013040101

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 156. fundur - 24.04.2013

Erindi dagsett 11. apríl 2013 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. Arnars Guðmundssonar og Margrétar Dóru Eðvarðsdóttur óskar eftir að byggja bílskúr við Kotárgerði 8. Meðfylgjandi er afstöðumynd af lóð.
Sigurður Guðmundsson A-lista vék af fundi kl. 9:30 vegna vanhæfis við umræðu og afgreiðslu þessa liðar.

Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið en óskar eftir nánari gögnum um bílskúrinn.

Sigurður Guðmundsson A-lista kom aftur á fundinn kl. 9:34

Skipulagsnefnd - 167. fundur - 13.11.2013

Erindi dagsett 7. nóvember 2013 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. Arnars Guðmundssonar og Margrétar Dóru Eðvarðsdóttur sækir um byggingarleyfi fyrir bílskúr við hús nr. 8 við Kotárgerði. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason.

Sigurður Guðmundsson A-lista bar upp vanhæfi sitt við afgreiðslu málsins sem skipulagnefnd samþykkti.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd - 170. fundur - 15.01.2014

Erindi dagsett 11. apríl þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. Arnars Guðmundssonar og Margrétar Dóru Eðvarðsdóttur óskar eftir að byggja bílskúr við Kotárgerði 8. Skipulagsnefnd samþykkti að grenndarkynna erindið og barst ein athugasemd frá Þorgeiri V. Jónssyni og Kristínu Ólafsdóttur, Kotárgerði 10.
Þau benda á að lóð þeirra standi neðar en Kotárgerði 8 og mun því fyrirhuguð viðbygging skyggja á lóð þeirra.
Óskað er eftir skuggavarpsteikningum og afstöðumynd sem sýnir húsin nr. 8 og 10 séð frá götu.

Skipulagsnefnd óskar eftir skuggavarpsteikningum og ásýndarmynd sem sýnir húsin nr. 8 og 10 séð frá götu og felur skipulagsstjóra að grenndarkynna þeim er gerðu athugasemd við tillöguna.

Sigurður Guðmundsson A-lista bar upp vanhæfi sitt við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hann af fundi við afgreiðslu málsins.

Skipulagsnefnd - 182. fundur - 25.06.2014

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 11. apríl 2013 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. Arnars Guðmundssonar og Margrétar Dóru Eðvarðsdóttur óskar eftir að byggja bílskúr við Kotárgerði 8.
Skipulagsnefnd samþykkti 13. nóvember 2013 að grenndarkynna erindið og barst ein athugasemd frá Þorgeiri V. Jónssyni og Kristínu Ólafsdóttur, Kotárgerði 10 þar sem þau benda á að lóð þeirra standi neðar en Kotárgerði 8 og mun því fyrirhuguð viðbygging skyggja á lóð þeirra.
Skipulagsnefnd samþykkti að óska eftir skuggavarpsteikningum og ásýndarmynd sem sýndi húsin nr. 8 og 10 séð frá götu sem eigendur Kotárgerðis 8 mótmæla m.a. vegna mikils kostnaðar og á grundvelli jafnræðisreglu.

Skv. 5.9.2 gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 um framkvæmd grenndarkynningar skal skipulagsnefnd kynna nágrönnum, sem taldir eru eiga hagsmuna að gæta leyfisumsókn og gefa þeim kost á að koma með athugasemdir um hana innan tilskilins frests. Í bréfi til hagsmunaaðila skal koma fram hvert sé meginefni grenndarkynningarinnar. Með bréfinu skulu fylgja hönnunargögn sbr. 5.9.7. gr. þegar um leyfisumsókn er að ræða. Ennfremur segir að gera þarf grein fyrir landmótun, götumyndum og öðru sem nauðsynlegt er til að hagsmunaaðilar geti tekið afstöðu til framkvæmdarinnar.

Bent er á að í öðrum sambærilegum málum hefur skipulagsnefnd óskað eftir viðbótargögnum s.s. ásýndar- og skuggavarpsmyndum ef talin er þörf á slíku. 

Í samræmi við ofangreindar skýringar stendur því bókun skipulagsnefndar frá 15. janúar 2014, þar sem farið er fram á  ásýndar- og skuggavarpsmyndir sem sýna húsin nr. 8 og 10 séð frá götu.