Hundasvæði innan bæjarmarka

Málsnúmer 2013040212

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð - 267. fundur - 03.05.2013

Njáll Trausti Friðbertsson D-lista vék af fundi 10:10.
Erindi frá Maríu Björk Guðmundsdóttur formanns Félags hundaeigenda á Akureyri dags. 19. apríl sl. um staðsetningu á hundasvæði innan bæjarmarkanna.
Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála kynnti tillögu að staðsetningu á hundasvæði milli Dalsbrautar og Borgarbrautar við Norðurslóðir.

Framkvæmdaráð lýsir yfir ánægju með framkoma tillögu að staðsetningu og felur starfsmönnum framkvæmdadeildar að vinna áfram að málinu.

Fylgiskjöl:

Skipulagsnefnd - 159. fundur - 12.06.2013

Erindi dagsett 21. maí 2013 frá Jóni Birgi Gunnlaugssyni f.h. framkvæmdadeildar þar sem óskað er eftir að hluti svæðisins norðan Borga við Norðurslóð verði gert að tímabundnu afgirtu hundasvæði.

Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið en óskar eftir umsögn Háskólans á Akureyri þar sem um framtíðarsvæði hans er að ræða.

Afgreiðslu erindisins er frestað.

Skipulagsnefnd - 160. fundur - 26.06.2013

Erindi dagsett 21. maí 2013 frá Jóni Birgi Gunnlaugssyni f.h. framkvæmdadeildar þar sem óskað er eftir að hluti svæðisins norðan Borga við Norðurslóð verði gert að tímabundnu afgirtu hundasvæði.
Óskað var eftir umsögn Háskólans á Akureyri þar sem um framtíðarsvæði hans er að ræða.
Umsögn barst 20. júní 2013 en HA gerir ekki athugasemd við afnot svæðisins en telur nauðsynlegt að gert verði ráð fyrir bílastæði við fyrirhugað hundasvæði.

Skipulagsnefnd samþykkir afnot svæðisins tímabundið í fimm ár eða þar til og ef til þess kemur að Háskólinn þurfi að nýta svæðið til eigin nota. Einnig er gerð krafa um bílastæði við hundasvæðið.

Framkvæmdaráð - 272. fundur - 06.09.2013

Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála/framkvæmdamiðstöðvar gerði grein fyrir stöðu málsins og lagði fram kostnaðaráætlun vegna verksins.

Framkvæmdaráð samþykkir að farið verði í að girða hundasvæðið við Norðurslóð miðað við framlagða kostnaðaráætlun. Fjármagn verður tekið af fjármagni umhverfisátaksins.