Aðalskipulagsbreyting í miðbæ, skipulagslýsing

Málsnúmer 2013060045

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 159. fundur - 12.06.2013

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að skipulagslýsingu dagsetta 12. júní 2013, unna af Ómari Ívarssyni frá Landslagi ehf. vegna breytingar á aðalskipulagi Akureyrar 2005 - 2018 sem gera þarf vegna nýs deiliskipulags í miðbænum.

Lagt fram til kynningar.

Gert er ráð fyrir að haldinn verði kynningarfundur um lýsinguna og deiliskipulagsdrögin í lok júní.

Skipulagsnefnd - 161. fundur - 17.07.2013

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að skipulags- og matslýsingu dagsetta 17. júlí 2013, unna af Ómari Ívarssyni frá Landslagi ehf. og Kollgátu ehf. vegna breytingar á Aðalskipulagi Akureyrar 2005 - 2018 sem gera þarf vegna nýs deiliskipulags í miðbænum.
Haldinn var opinn kynningarfundur fyrir íbúa um lýsinguna þ. 26. júní 2013.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulags- og matslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana.

Bæjarráð - 3375. fundur - 25.07.2013

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 17. júlí 2013:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að skipulags- og matslýsingu dagsetta 17. júlí 2013, unna af Ómari Ívarssyni frá Landslagi ehf. og Kollgátu ehf. vegna breytingar á Aðalskipulagi Akureyrar 2005 - 2018 sem gera þarf vegna nýs deiliskipulags í miðbænum.
Haldinn var opinn kynningarfundur fyrir íbúa um lýsinguna þann 26. júní 2013.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulags- og matslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana.

Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 7. lið fundargerðar bæjarstjórnar 4. júní 2013.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar.

Umhverfisnefnd - 84. fundur - 20.08.2013

Tekið fyrir erindi frá skipulagsdeild dags. 13. ágúst 2013 þar sem óskað er umsagnar umhverfisnefndar á skipulagslýsingu vegna aðalskipulagsbreytingar í Miðbæ Akureyrar.

Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við skipulagslýsinguna.

Skipulagsnefnd - 171. fundur - 29.01.2014

Skipulags- og matslýsing vegna breytinga á aðalskipulagi er tekur til miðbæjar Akureyrar var auglýst í Dagskránni þann 25. júlí 2013.
Beiðni um umsagnir voru sendar til Heilbrigðiseftirlits NE, Vegagerðarinnar, Hafnarsamlags Norðurlands, Skipulagsstofnunar, umhverfisnefndar Akureyrar og Norðurorku.

Sex umsagnir bárust:
1) Hafnasamlagið dagsett 22. ágúst 2013 sem ekki gerir athugasemd við lýsinguna.
2) Umhverfisnefnd dagsett 20. ágúst 2013 sem ekki gerir athugasemd við lýsinguna.
3) Skipulagsstofnun dagsett 29. ágúst 2013.
a) Ekki kemur fram hvert efnislegt inntak breytingarinnar er, þ.e. tilgangur, markmið og áherslur sveitarstjórnar. Einnig hafa meginforsendur fyrirhugaðs deiliskipulags hafa ekki verið kynntar og þarf því að vinna lýsingu vegna deiliskipulagstillögunnar.
b) Í upptalningu umhverfisviðmiða er sjálfum viðmiðunum ekki lýst.
4) Norðurorka dagsett 29. ágúst 2013.
NO á og rekur tvær dreifistöðvar í miðbænum, við Skipagötu 9 og við Ráðhúsið. Ekki er ljóst hvort dreifistöðin við Skipagötu anna áætlaðri aukningu vegna aukinnar byggðar og gæti stöðin því þurft meira pláss innandyra og lagnaleiðir úti fyrir. Við úthlutun lóða þarf að huga að kvöðum vegna dreifistöðvar. Einnig er bent á að haga þarf skipulagi miðbæjarins þannig að tillit sé tekið til megin stofnæða hita-, rafmagns- og vatnsveitu.
5) Heilbrigðiseftirlit NE dagsett 3. september 2013.
HNE gerir ekki athugasemd við lýsinguna en vekur athygli á mikilvægi hljóðvistar, umferðaröryggis og ráðstafana vegna loftmengunar.
6) Vegagerðin dagsett 11. september 2013, sem ekki gerir athugasemd við lýsinguna.

Svör við umsögnum um lýsingu:
1) Gefur ekki tilefni til svars.
2) Gefur ekki tilefni til svars.
3) a) Eftirfarandi er tekið fram í texta lýsingar: "Í breytingu á aðalskipulagi verður tekið á öllum meginforsendum fyrir miðbæ Akureyrar og því verður ekki gerð skipulagslýsing vegna fyrirhugaðrar vinnu við deiliskipulag." Skýrt kemur fram í skipulagslögum og -reglugerð að sveitarstjórn sé heimilt að falla frá gerð slíkrar lýsingar ef allar meginforsendur liggja fyrir í aðalskipulagi. Í þriðja kafla núgildandi greinargerðar Aðalskipulags Akureyrar 2005-2018 eru ákvæði þar sem tekið er á öllum meginforsendum deiliskipulags fyrir miðbæ Akureyrar. Ekki er gert ráð fyrir að hróflað verði við þeirri meginstefnu, sem þar kemur fram, í fyrirhugaðri aðalskipulagsbreytingu. Þó er gert ráð fyrir að gerðar verði breytingar á áherslum um hæð nýbygginga til lækkunar, sem hefur einnig áhrif á byggingarmagn, auk þess að fallið verði frá gerð síkis.
b) Gert er ráð fyrir að viðmiðunum verði lýst nánar í umhverfisskýrslu deiliskipulagsins.
4) Tekið verður tillit til þarfa Norðurorku fyrir lagnaleiðir við vinnslu deiliskipulags miðbæjarins og leitað verður eftir samráði um kvaðir innan lóða.
5) Gefur ekki tilefni til svars.
6) Gefur ekki tilefni til svars.
Að öðru leyti er umsögnum vísað í vinnslu deiliskipulags miðbæjarins.