Skipulagsnefnd

216. fundur 11. nóvember 2015 kl. 08:00 - 09:20 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Vilberg Helgason
  • Hólmgeir Þorsteinsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Dagskrá
Vilberg Helgason V-lista mætti í forföllum Edwards H. Huijbens.
Hólmgeir Þorsteinsson áheyrnarfulltrúi Æ-lista mætti í forföllum Jóns Þorvaldar Heiðarssonar.

1.Austurbrú 2-4 - umsókn um lóðir

Málsnúmer 2015080048Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. ágúst 2015 þar sem Björn Gunnlaugsson f.h. Furuvalla 7 ehf., kt. 530212-0170, sækir um lóð nr. 2-4 við Austurbrú. Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu erindisins 26. ágúst 2015 og óskaði eftir að umsækjandi gerði grein fyrir hvað fælist í fyrirhugaðri breytingu á deiliskipulagi og áætluðum framkvæmdahraða við uppbyggingu.
Erindi barst 5. nóvember 2015 þar sem Ingólfur Freyr Guðmundsson f.h. Furuvalla 7 ehf., spyrst fyrir um viðbrögð skipulagsnefndar við breytingu á ákvæðum deiliskipulags fyrir lóðir nr. 2-12 við Austurbrú. Meðfylgjandi eru teikningar.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um byggingarhæfi lóðarinnar. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.
Fyrirspurn um skipulagsbreytingu er frestað til næsta fundar.

2.Austurbrú 6-8 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2015080049Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. ágúst 2015 þar sem Björn Gunnlaugsson f.h. Furuvalla 7 ehf., kt. 530212-0170, sækir um lóð nr. 6-8 við Austurbrú. Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu erindisins 26. ágúst 2015 og óskaði eftir að umsækjandi gerði grein fyrir hvað fælist í fyrirhugaðri breytingu á deiliskipulagi og áætluðum framkvæmdahraða við uppbyggingu.
Erindi barst 5. nóvember 2015 þar sem Ingólfur Freyr Guðmundsson f.h. Furuvalla 7 ehf., spyrst fyrir um viðbrögð skipulagsnefndar við breytingu á ákvæðum deiliskipulags fyrir lóðir nr. 2-12 við Austurbrú. Meðfylgjandi eru teikningar.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um byggingarhæfi lóðarinnar. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.
Fyrirspurn um skipulagsbreytingu er frestað til næsta fundar.

3.Austurbrú 10-12 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2015080050Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. ágúst 2015 þar sem Björn Gunnlaugsson f.h. Furuvalla 7 ehf., kt. 530212-0170, sækir um lóð nr. 10-12 við Austurbrú. Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu erindisins 26. ágúst 2015 og óskaði eftir að umsækjandi gerði grein fyrir hvað fælist í fyrirhugaðri breytingu á deiliskipulagi og áætluðum framkvæmdahraða við uppbyggingu.
Erindi barst 5. nóvember 2015 þar sem Ingólfur Freyr Guðmundsson f.h. Furuvalla 7 ehf., spyrst fyrir um viðbrögð skipulagsnefndar við breytingu á ákvæðum deiliskipulags fyrir lóðir nr. 2-12 við Austurbrú. Meðfylgjandi eru teikningar.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um byggingarhæfi lóðarinnar. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.
Fyrirspurn um skipulagsbreytingu er frestað til næsta fundar.

4.Hofsbót, hafnarsvæði - fyrirspurn/deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2015110058Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. nóvember 2015 frá Hafnasamlagi Norðurlands þar sem lögð er fram sú fyrirspurn hvort þörf sé á að breyta deiliskipulagi við Hofsbót ef brimbrjótur/flotbryggja verður sett í stað grjótgarðs eins og er á gildandi deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd telur að breytingin hafi óveruleg áhrif á aðra en umsækjanda og Akureyrarbæ og ekki sé þörf á deiliskipulagsbreytingu með vísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bent er á að samt sem áður þarf að sækja um framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni.
Þegar hér var komið óskaði formaður eftir að 5. liður Hagahverfi - deiliskipulagsbreyting sem var á útsendri dagskrá yrði tekinn út og var það samþykkt.

5.Undirhlíð - Miðholt, Undirhlíð 1 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2014020154Vakta málsnúmer

Skipulagstillagan var auglýst frá 23. september með athugasemdafresti til 4. nóvember 2015. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagsdeildar.
Engin athugasemd barst.
Tvær umsagnir bárust:
1) Norðurorka, dagsett 25. september 2015.
Engin athugasemd er gerð.
2) Hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis, dagsett 22. október 2015.
Talið að breytingin verði til góðs fyrir hverfið og engar athugasemdir eru gerðar.
Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna á grundvelli 4. gr.-e "Samþykktar um skipulagsnefnd" og felur skipulagsstjóra að annast gildistöku hennar.

6.Naustahverfi, 1. áfangi - deiliskipulagsbreyting - Stekkjartún 32-34

Málsnúmer 2015090002Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. september 2015 þar sem Birgir Ágústsson f.h. Virkni eignarhaldsfélags ehf., kt. 520809-0580, sækir um deiliskipulagsbreytingu vegna húss nr. 32-34 við Stekkjartún. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 9. september 2015 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
Tillagan er dagsett 11. nóvember 2015 og unnin af Rögnvaldi Harðarsyni á Rögg teiknistofu.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Hesjuvellir landnr. 212076 - deiliskipulag

Málsnúmer 2015080002Vakta málsnúmer

Skipulagslýsing var auglýst í Dagskránni 14. október 2015 og send til umsagnar. Lýsingin var aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar.
3 umsagnir bárust:
1) Vegagerðin, dagsett 15. október 2015.
Skipulagssvæðið hefur ekki áhrif á vegi á vegaskrá og eru því engar athugasemdir gerðar.
2) Minjastofnun Íslands, dagsett 26. október 2015.
Deiliskipulagstillagan þarf að koma til umsagnar hjá Minjastofnun Íslands að undanfarinni skráningu fornleifa þar sem útlínur skráðra minja hafa verið færðar inn á skipulagsuppdrátt.
3) Skipulagsstofnun, dagsett 23. október 2015.
Engar athugasemdir eru gerðar.
4) Norðurorka, dagsett 30. október 2015.
Norðurorka bendir á að alltaf er umdeilt að leyfa byggingu stakra húsa langt frá stofnum veitna. Komi síðar til að byggð þéttist eru aðliggjandi stofnar mögulega of grannir.
Skipulagsnefnd vísar til umsækjanda innkomnum athugasemdum til frekari skoðunar og úrvinnslu við gerð deiliskipulagsins.

Fundi slitið - kl. 09:20.