Naustahverfi, 1. áfangi - deiliskipulagsbreyting - Stekkjartún 32-34

Málsnúmer 2015090002

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 211. fundur - 09.09.2015

Erindi dagsett 1. september 2015 þar sem Birgir Ágústsson f.h. Virkni eignarhaldsfélags ehf., kt. 520809-0580, sækir um deiliskipulagsbreytingar vegna húss nr. 32-34 við Stekkjartún. Um er að ræða breytingar m.a. á fjölda íbúða, að ekki þurfi bílakjallara, svalagangar leyfðir og lóðarstækkun. Meðfylgjandi er frumteikning.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samráði við skipulagsstjóra. Breytingin verði unnin í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd - 216. fundur - 11.11.2015

Erindi dagsett 1. september 2015 þar sem Birgir Ágústsson f.h. Virkni eignarhaldsfélags ehf., kt. 520809-0580, sækir um deiliskipulagsbreytingu vegna húss nr. 32-34 við Stekkjartún. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 9. september 2015 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
Tillagan er dagsett 11. nóvember 2015 og unnin af Rögnvaldi Harðarsyni á Rögg teiknistofu.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3382. fundur - 17.11.2015

6. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 11. nóvember 2015:

Erindi dagsett 1. september 2015 þar sem Birgir Ágústsson f.h. Virkni eignarhaldsfélags ehf., kt. 520809-0580, sækir um deiliskipulagsbreytingu vegna húss nr. 32-34 við Stekkjartún. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 9. september 2015 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

Tillagan er dagsett 11. nóvember 2015 og unnin af Rögnvaldi Harðarsyni á Rögg teiknistofu.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 219. fundur - 13.01.2016

Skipulagstillagan var auglýst frá 25. nóvember 2015 með athugasemdafresti til 6. janúar 2016. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagsdeildar.
Tvær athugasemdir bárust:
1) Hermann Daðason, dagsett 2. desember 2015.
Mótmælt er fyrirhugaðri fjölgun íbúða, niðurfellingu göngustígs og hækkun hússins. Harðlega er gagnrýndur fjöldi skipulagsbreytinga á svæðinu.
2) Virkni ehf., dagsett 5. janúar 2016.
Óskað er eftir að íbúðafjöldi í húsinu verði 22, þ.e. 4 íbúðir á neðstu hæð.
Svör við athugasemdum:
1) Bent er á að aðrir göngustígar tryggja aðgengi að byggð við Stekkjartún og Skálatún ásamt grenndarvelli. Skerðing á útsýni telst óveruleg en skipulagsnefnd tekur undir athugasemd um hæð hússins og fellst á að hækkun á leyfilegri hámarkshæð hússins verði aðeins 1/2 meter.
2) Skipulagsnefnd telur að lóðin beri ekki meiri fjölgun íbúða en tillagan gerir ráð fyrir með tilliti til útfærslu og fjölda bílastæða og aukningar á umferð um Stekkjartún.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn - 3385. fundur - 19.01.2016

4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 13. janúar 2016:

Skipulagstillagan var auglýst frá 25. nóvember 2015 með athugasemdafresti til 6. janúar 2016. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagsdeildar.

Tvær athugasemdir bárust:

1) Hermann Daðason, dagsett 2. desember 2015.

Mótmælt er fyrirhugaðri fjölgun íbúða, niðurfellingu göngustígs og hækkun hússins. Harðlega er gagnrýndur fjöldi skipulagsbreytinga á svæðinu.

2) Virkni ehf., dagsett 5. janúar 2016.

Óskað er eftir að íbúðafjöldi í húsinu verði 22, þ.e. 4 íbúðir á neðstu hæð.

Svör við athugasemdum:

1) Bent er á að aðrir göngustígar tryggja aðgengi að byggð við Stekkjartún og Skálatún ásamt grenndarvelli. Skerðing á útsýni telst óveruleg en skipulagsnefnd tekur undir athugasemd um hæð hússins og fellst á að hækkun á leyfilegri hámarkshæð hússins verði aðeins 1/2 meter.

2) Skipulagsnefnd telur að lóðin beri ekki meiri fjölgun íbúða en tillagan gerir ráð fyrir með tilliti til útfærslu og fjölda bílastæða og aukningar á umferð um Stekkjartún.


Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.