Austurbrú 2-4 - umsókn um lóðir

Málsnúmer 2015080048

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 210. fundur - 26.08.2015

Erindi dagsett 12. ágúst 2015 þar sem Björn Guðmundsson f.h. Furuvalla 7 ehf., kt. 530212-0170, sækir um lóð nr. 2-4 við Austurbrú. Meðfylgjandi er yfirlýsing banka. Fyrirhugað er að óska eftir breytingu á deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd óskar eftir að umsækjandi geri grein fyrir í hverju nefndar breytingar á deiliskipulagi yrðu fólgnar og áætluðum framkvæmdahraða við uppbyggingu á lóðinni. Lóðin verður tekin úr auglýsingu.

Skipulagsnefnd - 216. fundur - 11.11.2015

Erindi dagsett 12. ágúst 2015 þar sem Björn Gunnlaugsson f.h. Furuvalla 7 ehf., kt. 530212-0170, sækir um lóð nr. 2-4 við Austurbrú. Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu erindisins 26. ágúst 2015 og óskaði eftir að umsækjandi gerði grein fyrir hvað fælist í fyrirhugaðri breytingu á deiliskipulagi og áætluðum framkvæmdahraða við uppbyggingu.
Erindi barst 5. nóvember 2015 þar sem Ingólfur Freyr Guðmundsson f.h. Furuvalla 7 ehf., spyrst fyrir um viðbrögð skipulagsnefndar við breytingu á ákvæðum deiliskipulags fyrir lóðir nr. 2-12 við Austurbrú. Meðfylgjandi eru teikningar.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um byggingarhæfi lóðarinnar. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.
Fyrirspurn um skipulagsbreytingu er frestað til næsta fundar.