Hofsbót, hafnarsvæði - fyrirspurn/deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2015110058

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 216. fundur - 11.11.2015

Erindi dagsett 3. nóvember 2015 frá Hafnasamlagi Norðurlands þar sem lögð er fram sú fyrirspurn hvort þörf sé á að breyta deiliskipulagi við Hofsbót ef brimbrjótur/flotbryggja verður sett í stað grjótgarðs eins og er á gildandi deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd telur að breytingin hafi óveruleg áhrif á aðra en umsækjanda og Akureyrarbæ og ekki sé þörf á deiliskipulagsbreytingu með vísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bent er á að samt sem áður þarf að sækja um framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni.