Heilsuefling aldraðra - skýrsla starfshóps

Málsnúmer 2021020343

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 90. fundur - 10.02.2021

Skýrsla starfshóps á vegum heilbrigðisráðuneytisins þar sem lagðar eru fram tillögur um heilsueflingu aldraðra lögð fram til kynningar.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarnamála, Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður tómstundamála, Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð felur starfsmönnum að taka saman upplýsingar um þau heilsueflandi verkefni sem eru í boði í dag fyrir eldri borgara hvort sem það er á vegum sveitarfélagsins eða einkaaðila.

Öldungaráð - 12. fundur - 01.03.2021

Skýrsla starfshóps á vegum heilbrigðisráðuneytisins þar sem lagðar eru fram tillögur um heilsueflingu aldraðra lögð fram til kynningar.
Öldungaráð lýsir yfir ánægju með skýrsluna og bendir á að efnistök hennar eru mjög í samræmi við mál og tillögur sem ráðið hefur lagt fram.

Velferðarráð - 1345. fundur - 03.11.2021

Lögð fram til kynningar skýrsla starfshóps um heilsueflingu aldraðra gefin út af heilbrigðisráðuneyti í janúar 2021 og aðgerðaáætlun um sama efni útgefin í ágúst 2021.