Máltíðir fyrir eldri borgara

Málsnúmer 2021023268

Vakta málsnúmer

Öldungaráð - 12. fundur - 01.03.2021

Til umræðu tillaga um að Akureyrarbær taki frá grunni til endurskoðunar matarþjónustu sína við eldri borgara.

Karólína Gunnarsdóttir og Bergdís Ösp Bjarkadóttir sátu fundinn undir þessum lið.
Öldungaráð leggur til að Akureyrarbær taki frá grunni til endurskoðunar matarþjónustu sína við eldri borgara.

1. Skoða þarf innkaup og gæðamál, þjónustu og mögulegt samstarf við aðrar stofnanir sem framleiða og selja mat,til dæmis öldrunarheimilin, sjúkrahúsið og Matsmiðjuna.

2. Huga þarf vel að næringarinnihaldi matarins og miða það við eldra fólk og vinna matseðla í samvinnu við það.

3. Huga skal að mikilvægi félagslegrar virkni fyrir heilsu eldri borgara þegar ákvarðanir eru teknar um matarþjónustu. (Maður/matur er manns gaman).

4. Matur þarf að vera til sölu á viðráðanlegu verði. Nú er verð matar til eldri borgara á Akureyri hið hæsta á landinu.

Öldungaráð - 27. fundur - 22.03.2023

Umræður um hádegismat og niðurgreiðslu á honum í Birtu og Sölku - félagsmiðstöðvum fólksins.
Öldungaráð bendir á að aðgengi eldra fólks á Akureyri að hollri næringu sé áhyggjuefni og hvetur bæjaryfirvöld til að leita leiða til að fá hádegismat á viðráðanlegu verði fyrir eldra fólk í Birtu og Sölku.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 28. fundur - 27.03.2023

Umræður um hádegismat í félagsmiðstöðvum fólksins Birtu og Sölku.

Halla Birgisdóttir forstöðumaður tómstundamála sat fundinn undir þessum lið.


Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð telur brýnt að fundin verði viðunandi lausn varðandi máltíðir fyrir eldra fólk í félagsmiðstöðvum fólksins í Birtu og Sölku.