Öldungaráð

1. fundur 13. maí 2019 kl. 09:00 - 10:20 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Helgi Snæbjarnarson formaður
  • Arnrún Halla Arnórsdóttir
  • Elías Gunnar Þorbjörnsson
  • Sigríður Stefánsdóttir fulltrúi ebak
  • Halldór Gunnarsson fulltrúi ebak
  • Valgerður Jónsdóttir fulltrúi ebak
  • Eva Björg Guðmundsdóttir fulltrúi hsn
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Öldungaráð - kosning varaformanns

2014040148

Samkvæmt 4. grein Samþykktar um öldungaráð skipar bæjarstjórn formann en ráðið kýs sér varaformann. Lagt er til að Sigríður Stefánsdóttir verði varaformaður.
Öldungaráð samþykkir að Sigríður Stefánsdóttir verði varaformaður ráðsins.

2.Öldungaráð 2019 - samþykkt

2018120115

Farið yfir samþykkt um öldungaráð sem bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 19. febrúar sl.

Öldungaráð samþykkir að fastir fundartímar verði á mánudögum kl. 09:00 og öllu jöfnu annan hvern mánuð. Fundað verður 6 - 8x á ári.

3.Fjárhagsáætlun 2020 samráð öldungaráðs og bæjarráðs

2019050217

Samkvæmt tímaáætlun við gerð fjárhagsáætlunar 2020 er gert ráð fyrir samráðsfundi með öldungaráði þann 23. maí nk.
Öldungaráð óskar eftir að fundinum verði frestað svo ráðið geti undirbúið sig vel fyrir fundinn.

4.Ályktun aðalfundar EBAK 2019 um heilsueflingu eldri borgara

2019040163

Á aðalfundi Félags eldri borgara á Akureyri sem haldinn var 1. apríl 2019 var samþykkt ályktun þar sem lagt er til að stofnaður verði starfshópur sem hafi það verkefni að undirbúa aðgerðaáætlun sem feli í sér aukna almenna heilsueflingu og hreyfingu eldri borgara í bæjarfélaginu.Ályktunin var til umfjöllunar á fundi frístundaráðs þann 11. apríl sl. og var eftirfarandi bókað:

Frístundaráð vekur athygli á því að nú þegar er starfandi starfshópur um heilsueflandi samfélag og sér ekki ástæðu til að stofnaður verði annar starfshópur. Ráðið samþykkir að bjóða öldungaráði að tilnefna fulltrúa í starfshóp um heilsueflandi samfélag.

Samþykkt að taka málið aftur fyrir á næsta fundi og fá þá deildarstjóra íþróttamála inn á fundinn til að kynna betur vinnu stýrihóps um heilsueflandi samfélag.

5.Akstursþjónusta Akureyrarbæjar - reglur

2019040309

Á fundi velferðarráðs þann 24. apríl sl. voru lögð fram drög að reglum um akstursþjónustu Akureyrarbæjar. Samþykkt var að óska eftir umsögn öldungaráðs.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

6.Öldungaráð - önnur mál

2017040160

Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs fór yfir stöðu þeirra mála sem öldungaráð hefur haft til umfjöllunar.

Fundi slitið - kl. 10:20.