Fjárhagsáætlun 2020 samráð öldungaráðs og bæjarráðs

Málsnúmer 2019050217

Vakta málsnúmer

Öldungaráð - 1. fundur - 13.05.2019

Samkvæmt tímaáætlun við gerð fjárhagsáætlunar 2020 er gert ráð fyrir samráðsfundi með öldungaráði þann 23. maí nk.
Öldungaráð óskar eftir að fundinum verði frestað svo ráðið geti undirbúið sig vel fyrir fundinn.

Öldungaráð - 2. fundur - 27.05.2019

Farið yfir helstu áhersluatriði öldungaráðs vegna samráðsfundar með bæjarráði um fjárhagsáætlun ársins 2020.

Eitt af áhersluatriðum öldungaráðs er að gerð verði könnun á högum aldraðra, þjónustu og viðhorfi þeirra til þjónustu Akureyrarbæjar.

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar sat fundinn á meðan þetta atriði var rætt og fór yfir þær kannanir sem nú þegar hafa verið gerðar á landsvísu á meðal eldri borgara.
Öldungaráð þakkar Halldóri fyrir góða kynningu.

Öldungaráð felur formanni og varaformanni að fylgja þessum áhersluatriðum eftir á fundinum með bæjarráði.

Bæjarráð - 3641. fundur - 06.06.2019

Umræður um fjárhagsáætlun næsta árs og þau verkefni sem lúta að þjónustu við aldraða.

Helgi Snæbjarnarson formaður öldungaráðs og Sigríður Stefánsdóttir varaformaður mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið og lögðu fram lista yfir þau verkefni sem öldungaráð telur brýnast að koma í farveg.
Bæjarráð þakkar fulltrúum öldungaráðs fyrir komuna og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

Öldungaráð - 3. fundur - 02.09.2019

Formaður og varaformaður gerðu grein fyrir fundi sem þau sátu með bæjarráði þann 6. júní sl.
Öldungaráð ítrekar að tekið verði tillit til tillagna sem lagðar voru fram á fundinum með bæjarráði við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020.

Öldungaráð - 4. fundur - 09.12.2019

Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs fór yfir helstu áhersluatriði í fjárhagsáætlun 2020 og stöðu verkefna sem öldungaráð lagði fram við gerð fjárhagsáætlunar.

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA og Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA sátu fundinn í upphafi kynningar á þessum lið.

Halldór S. Guðmundsson og Helga Erlingsdóttir véku af fundi kl. 10:20.