Öldungaráð - önnur mál

Málsnúmer 2017040160

Vakta málsnúmer

Öldungaráð - 6. fundur - 02.05.2017

Öldungaráð samþykkir að boða til opins fundar um málefni aldraðra haustið 2017 í samstarfi við Akureyrarbæ og Félag eldri borgara á Akureyri.

Ráðið felur sviðsstjóra að hefja undirbúning og leggja tillögur að dagskrá fyrir ráðið á næsta fundi þess.

Öldungaráð - 7. fundur - 16.02.2018

Til umræðu önnur mál er snerta Öldungaráð.
Meðal málefna sem voru rædd undir þessum lið:

- Nauðsynlegt að fá kynningu á sjúkratryggingakerfinu í tengslum við opin fund hjá eldri borgurum.

- Nauðsynlegt að fá kynningu á þjónustu bæjarins til eldri borgara í tengslum við opin fund hjá eldri borgurum.

- 10 ára áætlun nefnda og ráða. Samþykkt að óska eftir því að velferðarráð og frístundaráð hafi kynningu á þeim málefnum sem tengjast eldri borgurum á næsta fundi ráðsins.

- Fara þarf yfir samþykkt Öldungaráðs. Sviðsstjóra falið að skoða það.

- Nefndir og ráð bæjarins þurfa að vera duglegri að vísa málum til umfjöllunar eða umsagnar ráðsins.

- Stefnt skal að því að ráðið standi fyrir einum til tveimur opnum fundum á ári þar sem til umfjöllunar eru málefni sem brenna á eldri borgurum hverju sinni.

- Sagt var frá því að aðalfundur EBAK yrði þann 26. mars nk.

- Sagt var frá því að EBAK í samvinnu við HA standi fyrir ráðstefnu þann 12. apríl nk.

- Næsti fundur ákveðinn þann 6. mars kl. 09:00

Öldungaráð - 8. fundur - 06.03.2018

Farið var yfir nokkur mál.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir svari frá Sjúkratryggingum Íslands við fyrirspurn þess eðlis hvort hægt væri að fá kynningu á nýja sjúkratryggingakerfinu hingað norður. Svarið var einfalt; "við sendum ekki starfsmann norður en ykkur er frjálst að senda inn spurningar".



Fullrúar EBAK sögðu frá ráðstefnu sem félagið í samstarfi við HA stendur fyrir þann 12. apríl nk. en yfirskriftin er Maður er manns gaman. Ráðstefna um félagsauð og heilsu á efri árum.



Rætt var um að fá kynningu á þjónustu Akureyrarbæjar á stuttum kynningarfundi fyrir eldri borgara. Fundurinn yrði í Bugðusíðu. Rætt var um að gaman væri að fá kynningu á nýsköpun og velferðartækni í öldrunarþjónustu. Sviðstjóra falið að vinna áfram.



Ítrekað var að fari þyrfti í endurskoðun á samþykkt Öldrunarráðs.

Öldungaráð - 9. fundur - 03.04.2018

Áframhald umræðu um kynningarfundi á vegum ráðsins. Tillaga er um að halda tvo fundi í Bugðusíðu, 23. apríl og 14. maí.
Sviðsstjóra og Halldóri Gunnarssyni falið að ganga frá endanlegum dagsetningum og auglýsingum fyrir kynningarfundina.



Þar sem um síðasta fund Öldungaráðs er um ræða á þessu kjörtímabili vilja fulltrúar EBAK þakka fyrir samstarfið.

Öldungaráð - 12. fundur - 09.10.2018

Umræða um tímasetningu á fundi Öldungaráðs og bæjarstjórnar vegna fjárhagsáætlunar sbr. ákvæði í samþykkt um Öldungaráð.





Formanni ráðsins falið að finna heppilegann fundartíma í samráði við forseta bæjarstjórnar.

Öldungaráð - 14. fundur - 13.02.2019

Yfirferð þeirra mála sem öldungaráð hefur bókað um frá kosningum 2018.
Sviðsstjóri fór yfir stöðu þeirra mála sem ráðið hefur bókað um frá kosningum 2018.

Öldungaráð - 1. fundur - 13.05.2019

Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs fór yfir stöðu þeirra mála sem öldungaráð hefur haft til umfjöllunar.