Ályktun aðalfundar EBAK 2019 um heilsueflingu eldri borgara

Málsnúmer 2019040163

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 54. fundur - 11.04.2019

Á aðalfundi Félags eldri borgara á Akureyri sem haldinn var 1. apríl 2019 var samþykkt ályktun þar sem lagt er til að stofnaður verði starfshópur sem hafi það verkefni að undirbúa aðgerðaáætlun sem feli í sér aukna almenna heilsueflingu og hreyfingu eldri borgara í bæjarfélaginu.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð vekur athygli á því að nú þegar er starfandi starfshópur um heilsueflandi samfélag og sér ekki ástæðu til að stofnaður verði annar starfshópur. Ráðið samþykkir að bjóða öldungaráði að tilnefna fulltrúa í starfshóp um heilsueflandi samfélag.

Öldungaráð - 1. fundur - 13.05.2019

Á aðalfundi Félags eldri borgara á Akureyri sem haldinn var 1. apríl 2019 var samþykkt ályktun þar sem lagt er til að stofnaður verði starfshópur sem hafi það verkefni að undirbúa aðgerðaáætlun sem feli í sér aukna almenna heilsueflingu og hreyfingu eldri borgara í bæjarfélaginu.



Ályktunin var til umfjöllunar á fundi frístundaráðs þann 11. apríl sl. og var eftirfarandi bókað:

Frístundaráð vekur athygli á því að nú þegar er starfandi starfshópur um heilsueflandi samfélag og sér ekki ástæðu til að stofnaður verði annar starfshópur. Ráðið samþykkir að bjóða öldungaráði að tilnefna fulltrúa í starfshóp um heilsueflandi samfélag.

Samþykkt að taka málið aftur fyrir á næsta fundi og fá þá deildarstjóra íþróttamála inn á fundinn til að kynna betur vinnu stýrihóps um heilsueflandi samfélag.

Öldungaráð - 2. fundur - 27.05.2019

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála mætti á fundinn og kynnti verkefnið heilsueflandi samfélag.

Óskað er eftir að ráðið tilnefni fulltrúa í stýrihóp um heilsueflandi samfélag sbr. bókun frístundaráðs frá 11. apríl sl.



Á aðalfundi Félags eldri borgara á Akureyri sem haldinn var 1. apríl 2019 var samþykkt ályktun þar sem lagt er til að stofnaður verði starfshópur sem hafi það verkefni að undirbúa aðgerðaáætlun sem feli í sér aukna almenna heilsueflingu og hreyfingu eldri borgara í bæjarfélaginu.



Ályktunin var til umfjöllunar á fundi frístundaráðs þann 11. apríl sl. og var eftirfarandi bókað:

Frístundaráð vekur athygli á því að nú þegar er starfandi starfshópur um heilsueflandi samfélag og sér ekki ástæðu til að stofnaður verði annar starfshópur. Ráðið samþykkir að bjóða öldungaráði að tilnefna fulltrúa í starfshóp um heilsueflandi samfélag.
Öldungaráð þakkar Ellerti Erni fyrir kynninguna.

Ráðið tilnefnir Halldór Gunnarsson sem fulltrúa í stýrihóp um heilsueflandi samfélag og Valgerði Jónsdóttur til vara.

Ráðið leggur áherslu á að í stýrihópnum verði fjallað um tillögu frá aðalfundi Félags eldri borgara 2019 um aðgerðaáætlun.