Akstursþjónusta Akureyrarbæjar - reglur

Málsnúmer 2019040309

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1299. fundur - 24.04.2019

Laufey Þórðardóttir settur sviðsstjóri búsetusviðs lagði fram drög að reglum um akstursþjónustu Akureyrarbæjar.

Karólína Gunnarsdóttir settur sviðsstjóri fjölskyldusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Drög að reglum um akstursþjónustu Akureyrarbæjar kynnt og óskað eftir að þau verði send til umsagnar öldungaráðs og samráðshóps um málefni fatlaðs fólks.

Öldungaráð - 1. fundur - 13.05.2019

Á fundi velferðarráðs þann 24. apríl sl. voru lögð fram drög að reglum um akstursþjónustu Akureyrarbæjar. Samþykkt var að óska eftir umsögn öldungaráðs.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Öldungaráð - 2. fundur - 27.05.2019

Á fundi velferðarráðs þann 24. apríl sl. voru lögð fram drög að reglum um akstursþjónustu Akureyrarbæjar. Samþykkt var að óska eftir umsögn öldungaráðs.

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar sat fundinn undir þessum lið.
Öldungaráð gerir ekki athugasemd við að reglurnar taki gildi. Nokkur ákvæði í þeim eru til bóta miðað við fyrri reglur t.d. skýrari ákvæði um undanþágur frá meginreglum (grein 3.2.)

Ráðið bendir aftur á móti á að reglurnar eru byggðar á lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og að hvergi er minnst á þjónustu við eldri borgara í þeim, þrátt fyrir að þeim hópi sé einnig sinnt. Ráðið telur mikla þörf á að skoðað verði hvernig þessum hópi er best sinnt með akstursþjónustu og almenningssamgöngum til að ná markmiðum í velferðarstefnu bæjarins og lögunum sem byggt er á og geta einnig átt við aldraða. Ráðið óskar eftir samstarfi í þessari vinnu.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 57. fundur - 07.06.2019

Kynnt drög að reglum um akstursþjónustu Akureyrarbæjar.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs að koma ábendingum ráðsins vegna umræðna á fundinum til hlutaðeigandi aðila.