Umhverfis- og mannvirkjaráð

145. fundur 05. september 2023 kl. 08:15 - 10:15 Fundarherbergi UMSA
Nefndarmenn
  • Andri Teitsson formaður
  • Inga Dís Sigurðardóttir
  • Þórhallur Harðarson
  • Óskar Ingi Sigurðsson
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir
  • Halla Birgisdóttir Ottesen áheyrnarfulltrúi
  • Sindri Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
  • Georg Fannar Haraldsson verkefnastjóri ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Georg Fannar Haraldsson verkefnastjóri
Dagskrá
Halla Birgisdóttir Ottesen F-lista sat fundinn í fjarveru Jóns Hjaltasonar.

1.Erindi til sveitarfélaga varðandi lausagöngu búfjár

Málsnúmer 2023070305Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 6. júlí 2023 frá Bændasamtökum Íslands varðandi lausagöngu búfjár.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur starfsmönnum umhverfis- og mannvirkjasviðs að leggja fram tillögu að endurskoðaðri samþykkt um búfjárhald í lögsagnarumdæmi Akureyrar.

2.UMSA - endurnýjun bifreiða og tækja

Málsnúmer 2022090104Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 1. september 2023 varðandi kaup á bifreið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að keyptur verði rafmagnsbíll fyrir allt að kr. 5.000.000. Fjárfestingin verði tekin af liðnum stofnbúnaður fyrir aðalsjóð og bifreiðin eignfærð í fasteignum.

3.Fasteignir - viðhald 2023

Málsnúmer 2023080471Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 25. ágúst 2023 vegna þeirra stóru viðhaldsverkefna sem hafa komið upp og stöðu þeirra.

Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að óska eftir viðauka til bæjarráðs að upphæð kr. 150.000.000 á liðinn viðhald fasteigna Akureyrarbæjar vegna stórra verkefna í ófyrirséðu viðhaldi sem komu upp á þessu ári og aðlögunar skólahúsnæðis í tengslum við fjölgun leikskólaplássa.

4.Fjárfestingaráætlun 2024

Málsnúmer 2023050623Vakta málsnúmer

Lögð fram til umræðu drög að fjárfestingaráætlun vegna áranna 2024-2027 og stöðu verkefna á árinu 2023.

5.Fjárhagsáætlun 2024

Málsnúmer 2023081139Vakta málsnúmer

Lagðar fram til umræðu gjaldskrár umhverfis- og mannvirkjasviðs.

Fundi slitið - kl. 10:15.