Umhverfis- og mannvirkjaráð

161. fundur 07. maí 2024 kl. 08:15 - 11:45 Fundarherbergi UMSA
Nefndarmenn
  • Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir formaður
  • Inga Dís Sigurðardóttir
  • Þórhallur Harðarson
  • Óskar Ingi Sigurðsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Jón Hjaltason áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Kjartansson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar
  • Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Sjávarhæð og flóð á Akureyri

Málsnúmer 2022091192Vakta málsnúmer

Lagðar fram teikningar af fyrirhugaðri sjóvörn milli ÚA og Tangabryggju sem áætlað er að framkvæma í sumar.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð fagnar fyrirhuguðum framkvæmdum Vegagerðarinnar og Hafnasamlags Norðurlands á hafnarsvæðinu og leggur áherslu á að vinna að því samhliða að ljúka því sem upp á vantar á Oddeyrartanga.

Umhverfis- og mannvirkjaráð felur umhverfis- og mannvirkjasviði að vinna málið áfram með skipulagssviði Akureyrar og Hafnasamlagi Norðurlands.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Ólafur Kjartansson V-lista og Óskar Ingi Sigurðsson B-lista óska bókað:

Í október árið 2022 fjallaði bæjarstjórn um áhrif óveðurs á innviði og atvinnulíf á Akureyri, þá lagði bæjarstjórn áherslu á að framkvæmdum við land- og sjóvarnir við Akureyri verði flýtt eins og kostur er. Mikilvægt er að fá fram upplýsingar um hvers vegna í framlögðum teikningum og fyrirhuguðum framkvæmdum sé ekki gert ráð fyrir því að klára sjóvarnir milli ÚA og Tangabryggju að öllu leyti og ekki sé fyrirhugað að koma upp sjóvörnum fyrir framan Strýtu. Eðlilegast væri að farið yrði í alla framkvæmdina í sumar, vonandi næst að leysa málið til að svo geti orðið.

2.Leirutjörn

Málsnúmer 2022021084Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 24. apríl 2024 frá verkfræðistofunni Vatnaskilum varðandi greiningu á vatnsskiptum í Leirutjörn vegna fyrirætlana um að leggja ræsi, milli Pollsins og Leirutjarnar, undir Drottningarbraut samhliða framkvæmdum Norðurorku á svæðinu í sumar.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð leggur til að fyrirhugað ræsi verði með loku til þess að hægt verði að takmarka eða stoppa alveg flæði inn og út úr tjörninni þar til rannsóknir á lífríkinu hafa farið fram.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista situr hjá og óskar bókað:

Ég tel ekki liggja fyrir nægjanlegar upplýsingar um möguleg áhrif framkvæmdanna á lífríki svæðisins til þess að taka afstöðu til málsins á þessum tímapunkti.


Ólafur Kjartansson V-lista óskar bókað:

Framkvæmdin eins og hún er kynnt í minnisblaðinu er að mínu mati óásættanleg vegna þeirrar áhættu sem er þar með tekin með heilbrigði og þróun vistkerfisins í tjörninni. Einnig tel ég að það sé með þessu farið á svig eða gegn gildandi lögum um vatnasvið og vatnshlot.

3.Kjarnavegsstígur að Hömrum

Málsnúmer 2023030864Vakta málsnúmer

Lagðar fram teikningar á legu síðasta hluta stígs frá Hagahverfi og inn í Kjarnaskóg.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar sat fundinn undir þessum lið.
Fylgiskjöl:

4.Yfirborðsmerkingar - útboð

Málsnúmer 2021041499Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 3. maí 2024 varðandi opnun tilboða á stökum yfirborðsmerkingum gatna á Akureyri 2024-2026.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að tekið verði tilboði lægstbjóðanda G.I. Halldórsson ehf. að upphæð kr. 9.432.180.

5.Endurnýjun fimleikabúnaðar í Íþróttamiðstöð Giljaskóla

Málsnúmer 2024030153Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 11. mars 2024:

Lagt fram erindi frá Ellerti Erni Erlingssyni forstöðumanni íþróttamála þar sem óskað er eftir heimild til að fara í endurnýjun á fimleikabúnaði í Íþróttamiðstöð Giljaskóla.

Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir beiðnina og vísar henni til umhverfis- og mannvirkjaráðs með ósk um að fjármagnið verði tekið af búnaðarsjóði.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir viðgerð að fjárhæð kr. 6 milljónir á dýnum í Íþróttamiðstöð Giljaskóla og að það verði tekið af búnaðarsjóði UMSA og greidd af því leiga af fræðslu- og lýðheilsusviði.

6.Ársskýrsla Skógræktarfélags Eyfirðinga

Málsnúmer 2024040727Vakta málsnúmer

Lögð fram til umsagnar ársskýrsla Skógræktarfélags Eyfirðinga vegna ársins 2023.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar fyrir góða og upplýsandi ársskýrslu frá Skógræktarfélagi Eyfirðinga og þakkar þeirra óeigingjarna starf.

7.Hreinsunarvika 2024

Málsnúmer 2024050207Vakta málsnúmer

Lögð fram auglýsing vegna hreinsunarviku og drög að auglýsingu um ruslatýnslu.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála sat fundinn undir þessum lið.

8.Bæjarstjórnarfundur unga fólksins 2022-2026

Málsnúmer 2023030583Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 24. apríl 12024:

Lögð fram til umræðu fundargerð bæjarstjórnarfundar unga fólksins dagsett 16. apríl 2024.

Bæjarráð lýsir yfir ánægju með bæjarstjórnarfund unga fólksins sem haldinn var 16. apríl sl. og þakkar ungmennaráði fyrir góðar og gagnlegar umræður.

Bæjarráð samþykkir að vísa liðum 1, 6 og 7, varðandi hlutverk nemendaráða, sálfræðiþjónustu og fræðslumál í grunnskólum, til fræðslu- og lýðheilsuráðs. Jafnframt vísar bæjarráð liðum 3, 10 og 13, varðandi ruslamál, viðhald á ljósastaurum og gangbrautum og LED-væðingu, til umhverfis- og mannvirkjaráðs. Þá tekur bæjarráð undir mikilvægi þess að kynna betur tómstundaframboð og frístundastyrk í samræmi við lið 11 í fundargerðinni og felur sviðsstjóra þjónustu- og skipulagssviðs og sviðsstjóra fræðslu- og lýðheilsusviðs að vinna málið áfram.


Eiríkur Jónasson verkefnastjóri viðhalds gatna, Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar og Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála sátu fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð felur starfsfólki sviðsins að birta ljósvistarskipulag Akureyrarbæjar sem og viðauka við það á heimasíðu sveitarfélagsins og senda ungmennaráði það til upplýsingar. Ráðið felur einnig starfsfólki að upplýsa ungmennaráð um ljósvistarskipulag, nýlegar og fyrirhugaðar framkvæmdir er varða viðhald á ljósastaurum og gangbrautum sem og ruslamálum í sveitarfélaginu.

9.Umhverfismiðstöð - sala eldri tækja

Málsnúmer 2022090104Vakta málsnúmer

Auglýstur var til sölu gamall strætisvagn og óskað var eftir tilboðum í hann. Tvö tilboð bárust.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka hærra tilboðinu sem var frá Sýsla-ferðir og ökukennsla ehf. á kr. 650.000.

Fundi slitið - kl. 11:45.