Niðurstöður þjónustukönnunar Gallup 2020

Málsnúmer 2021011256

Vakta málsnúmer

Öldungaráð - 11. fundur - 25.01.2021

Jón Þór Kristjánsson verkefnastjóri upplýsingamiðlunar kynnti niðurstöður úr þjónustukönnun Gallup.
Öldungaráð bendir á að með svo almennri spurningu um þjónustu við eldri borgara fást ekki mjög gagnleg svör. Samt er slæmt að sjá að þessi málaflokkur kemur verr út en flestir aðrir. Ráðið hefur oft bent á nauðsyn yfirgripsmikillar könnunar á högum og þjónustu við eldri borgara. Ráðið hefur einnig lagt fram margar tillögur og hugmyndir að bættri þjónustu.

Stjórn Akureyrarstofu - 312. fundur - 26.01.2021

Jón Þór Kristjánsson verkefnastjóri upplýsingamiðlunar kynnti niðurstöður úr þjónustukönnun Gallup.

Skipulagsráð - 351. fundur - 27.01.2021

Niðurstöður úr þjónustukönnun Gallup lagðar fram til kynningar.
Frestað.

Frístundaráð - 89. fundur - 27.01.2021

Jón Þór Kristjánsson verkefnastjóri upplýsingamiðlunar fór yfir helstu niðurstöður úr þjónustukönnun Gallup.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarnamála og Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sátu fundinn undir þessum lið.

Fræðsluráð - 44. fundur - 01.02.2021

Niðurstöður úr þjónustukönnun Gallup fyrir árið 2020 lagðar fram til kynningar.

Skipulagsráð - 352. fundur - 10.02.2021

Niðurstöður úr þjónustukönnun Gallup lagðar fram til kynningar.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að kanna möguleika á sérstakri þjónustukönnun á skipulagssviði.

Ungmennaráð - 15. fundur - 04.03.2021

Jón Þór Kristjánsson verkefnastjóri upplýsingamiðlunar kom með kynningu á niðurstöðum þjónustukönnunar Gallup 2020.

Hlekkur á helstu niðurstöður: https://www.akureyri.is/is/frettir/aukin-anaegja-med-thjonustu-akureyrarbaejar
Ungmennaráð þakkar Jóni Þór Kristjánssyni fyrir góða kynningu.