Ungmennaráð

15. fundur 04. mars 2021 kl. 17:30 - 19:30 Íþróttahöllin
Nefndarmenn
  • Ísabella Sól Ingvarsdóttir
  • Helga Sóley G. Tulinius
  • Rakel Alda Steinsdóttir
  • Telma Ósk Þórhallsdóttir
  • Anton Bjarni Bjarkason
  • Klaudia Jablonska
  • Stormur Karlsson
Starfsmenn
  • Hrafnhildur Guðjónsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Hrafnhildur Guðjónsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Niðurstöður þjónustukönnunar Gallup 2020

Málsnúmer 2021011256Vakta málsnúmer

Jón Þór Kristjánsson verkefnastjóri upplýsingamiðlunar kom með kynningu á niðurstöðum þjónustukönnunar Gallup 2020.

Hlekkur á helstu niðurstöður: https://www.akureyri.is/is/frettir/aukin-anaegja-med-thjonustu-akureyrarbaejar
Ungmennaráð þakkar Jóni Þór Kristjánssyni fyrir góða kynningu.

2.Stjórnkerfisbreytingar í velferðarþjónustu

Málsnúmer 2020050662Vakta málsnúmer

Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra kynnti nýtt sameinað velferðarsvið Akureyrarbæjar.
Ungmennaráð þakkar Huldu Sif Hermannsdóttur fyrir góða kynningu.

3.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis, nr. 24-2000 (jöfnun atkvæðavægis), 27. mál

Málsnúmer 2020100546Vakta málsnúmer

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um stjórnarskipunarlög (kosningaaldur), 188. mál.
Ungmennaráð Akureyrarbæjar er sammála breytingum um lækkun kosningaaldurs niður í 16 ára og sendir inn umsögn með rökstuðningi til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.

4.Bæjarstjórnarfundur unga fólksins

Málsnúmer 2019040004Vakta málsnúmer

Ungmennaráð fór yfir áhersluatriði fundarins.

Fundi slitið - kl. 19:30.