Snjómokstur og hálkuvarnir - útboð 2019

Málsnúmer 2019010353

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 49. fundur - 01.02.2019

Lagt fram minnisblað dagsett 29. janúar 2019 þar sem kynntur var undirbúningur fyrir útboð í snjómokstur og hálkuvarnir.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur starfsmönnum umhverfis- og mannvirkjasviðs að vinna málið áfram.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 62. fundur - 06.09.2019

Farið yfir áherslur vegna útboðs á snjómokstri fyrir árin 2019 til 2022.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrirliggjandi útboðsgögn með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 66. fundur - 11.10.2019

Tekin fyrir niðurstaða opnunar tilboða í snjómoksturs- og hálkuvarnarútboði fyrir árin 2019-2022.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að gengið verði til samninga við eftirfarandi verktaka (skv. meðf. fylgiskjali) að útboðsgögnum uppfylltum í útboði vegna snjómoksturs og hálkuvarna fyrir árin 2019-2022.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 67. fundur - 01.11.2019

Tekið fyrir þjónustustig á snjómokstri í bænum.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 70. fundur - 13.12.2019

Tekið fyrir minnisblað dagsett 11. desember 2019 varðandi ferilvöktun í snjómoksturstækjum.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála og Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar sátu fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 99. fundur - 30.04.2021

Rætt um fyrirkomulag snjómoksturs á Akureyri.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að nýta heimild í kafla 1.6 í útboðsgögnum um að segja upp samningum við alla verktaka í útboðinu Snjómokstur og hálkuvarnir 2019-2022. Tekur uppsögnin gildi 1. október 2021. Hefja skal samtal við verktaka um breytt verklag og hugmyndir þeirra um hvað má betur fara við framkvæmd snjómoksturs með hag íbúa Akureyrarbæjar að leiðarljósi.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 102. fundur - 11.06.2021

Þann 30. apríl 2021 bókaði umhverfis- og mannvirkjaráð eftirfarandi:

"Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að nýta heimild í kafla 1.6 í útboðsgögnum um að segja upp samningum við alla verktaka í útboðinu Snjómokstur og hálkuvarnir 2019-2022. Tekur uppsögnin gildi 1. október 2021. Hefja skal samtal við verktaka um breytt verklag og hugmyndir þeirra um hvað má betur fara við framkvæmd snjómoksturs með hag íbúa Akureyrarbæjar að leiðarljósi."

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að afturkalla uppsögn á samningum um snjómokstur og hálkuvarnir með vísan til 91. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 og að aðeins ár er eftir af samningstíma.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 120. fundur - 20.05.2022

Tekið fyrir ákvæði í snjómoksturssamningum frá árinu 2019 varðandi framlengingu á samningum um eitt ár.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að framlengja samninga í snjómokstri um eitt ár.