Snjómokstur og hálkuvarnir - útboð 2019

Málsnúmer 2019010353

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 49. fundur - 01.02.2019

Lagt fram minnisblað dagsett 29. janúar 2019 þar sem kynntur var undirbúningur fyrir útboð í snjómokstur og hálkuvarnir.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur starfsmönnum umhverfis- og mannvirkjasviðs að vinna málið áfram.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 62. fundur - 06.09.2019

Farið yfir áherslur vegna útboðs á snjómokstri fyrir árin 2019 til 2022.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrirliggjandi útboðsgögn með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 66. fundur - 11.10.2019

Tekin fyrir niðurstaða opnunar tilboða í snjómoksturs- og hálkuvarnarútboði fyrir árin 2019-2022.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að gengið verði til samninga við eftirfarandi verktaka (skv. meðf. fylgiskjali) að útboðsgögnum uppfylltum í útboði vegna snjómoksturs og hálkuvarna fyrir árin 2019-2022.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 67. fundur - 01.11.2019

Tekið fyrir þjónustustig á snjómokstri í bænum.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 70. fundur - 13.12.2019

Tekið fyrir minnisblað dagsett 11. desember 2019 varðandi ferilvöktun í snjómoksturstækjum.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála og Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar sátu fundinn undir þessum lið.