Umhverfis- og mannvirkjaráð

67. fundur 01. nóvember 2019 kl. 08:15 - 11:15 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Andri Teitsson formaður
 • Unnar Jónsson varaformaður
 • Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
 • Sigurjón Jóhannesson
 • Berglind Bergvinsdóttir
 • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
 • Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar
 • Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhaldsdeildar
 • Hildigunnur Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar
 • Hrafn Svavarsson rekstrarstjóri sva og ferliþjónustu
 • Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Í skugga valdsins #metoo - kynning

Málsnúmer 2019090491Vakta málsnúmer

Umfjöllun um endurskoðaðar siðareglur kjörinna fulltrúa Akureyrarbæjar, samskiptasáttmála kjörinna fulltrúa Akureyrarbæjar og leiðbeiningar um skráningu kjörinna fulltrúa hjá Akureyrarbæ á fjárhagslegum hagsmunum og trúnaðarstörfum sem samþykktar voru í bæjarstjórn 17. september 2019. Einnig kynntir verkferlar mála sem upp kunna að koma. Að umfjöllun lokinni undirrituðu nefndarmenn yfirlýsingu um siðareglur og samskiptasáttamála. Eva Hrund Einarsdóttir bæjarfulltrúi sat fund ráðsins undir þessum lið.

2.Íþróttahús Glerárskóla

Málsnúmer 2019010306Vakta málsnúmer

Tekin fyrir stöðuskýrsla framkvæmdarinnar dagsett 30. október 2019.

3.Íþróttahús Glerárskóla

Málsnúmer 2019010306Vakta málsnúmer

Tekin fyrir beiðni um viðauka að upphæð kr. 30 milljónir.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að óska eftir við bæjarráð viðauka þess efnis að færa fjármagn innan fjárfestingaráætlunar inná Íþróttahús Glerárskóla uppá kr. 30 milljónir.

4.Moldarlosun

Málsnúmer 2016070070Vakta málsnúmer

Tekið fyrir minnisblað dagsett 30. október 2019 varðandi moldarlosunarsvæði í bænum. Til umræðu er haugsetning, landmótun, umhverfismat, stækkun og kostnaður vegna standsetningar og reksturs svæðisins.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri á umhverfisdeild sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að óska eftir fundi með forsvarsmönnum Golfklúbbsins.

5.Terra - gámaþjónustan

Málsnúmer 2019060035Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðuna á endurbótum á gámasvæði Terra.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri á umhverfisdeild sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð fagnar þeim endurbótum sem gerðar hafa verið á verkferlum en áréttar að hraðað verði byggingu á skýli meðfram Hlíðarfjallsvegi.

6.Reiðvegir

Málsnúmer 2019100476Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi Léttis dagsett 23. október 2019 varðandi brú yfir Eyjafjarðará, reiðvegaframkvæmdir og brú yfir Glerá.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri á umhverfisdeild sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir því að umhverfis- og mannvirkjasvið svari erindinu.

7.Erindi frá Sjúkrahúsinu á Akureyri - göngustígur

Málsnúmer 2019100475Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi Sjúkrahússins á Akureyri dagsett 15.október 2019 um aðkomu Akureyrarbæjar að göngustíg niður að sjúkrahúsinu frá Sunnutröð niður að bráðamóttöku.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að verða við erindinu.

8.Stöðuskýrslur rekstrar UMSA 2019

Málsnúmer 2019030350Vakta málsnúmer

Tekin fyrir stöðuskýrsla rekstrar umhverfis- og mannvirkjasviðs fyrir fyrstu 9 mánuði ársins.

9.Fjárhagsáætlun umhverfis- og mannvirkjasviðs 2019

Málsnúmer 2018080973Vakta málsnúmer

Farið yfir framkvæmdaáætlun ársins 2019, stöðuna og áætlaða útgönguspá fyrir árið.

10.Fjárhagsáætlun umhverfis- og mannvirkjasviðs 2020

Málsnúmer 2019060039Vakta málsnúmer

Lögð fram til samþykktar framkvæmdaráætlun fyrir árin 2020-2022.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög að framkvæmdaáætlun umhverfis- og mannvirkjasviðs fyrir árin 2020 -2022.

11.Strætó - bráðabirgða aðstaða í miðbæ

Málsnúmer 2019020236Vakta málsnúmer

Rædd næstu skref í málefnum bráðabirgða jöfnunarstoppistöðvar fyrir strætó.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur starfsmönnum sviðsins að bæta aðstöðu til bráðabirgða fyrir farþega Strætó við miðbæjarstoppistöð.

12.Snjómokstur og hálkuvarnir

Málsnúmer 2019010353Vakta málsnúmer

Tekið fyrir þjónustustig á snjómokstri í bænum.

Fundi slitið - kl. 11:15.